Alþingiskosningar 1987

Alþingiskosningar 1987 voru kosningar til Alþingis sem fram fóru 25. apríl 1987. Á kjörskrá voru 171.402 og kosningaþátttaka var 90,1%. Nýr flokkur Alberts Guðmundssonar, Borgaraflokkurinn, bauð fram í fyrsta skipti og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fimm. Kvennalistinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk sex þingmenn.

Alþingiskosningar 1987
Ísland
← 1983 25. apríl 1987 1991 →

63 sæti á Alþingi
32 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 90,1% 1,8%
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Pálsson 27,2 18 -5
Framsóknarflokkurinn Steingrímur Hermannsson 18,9 13 -1
Alþýðuflokkurinn Jón Baldvin Hannibalsson 15,2 10 +4
Alþýðubandalagið Ólafur Ragnar Grímsson 13,3 8 -2
Borgaraflokkurinn Albert Guðmundsson 10,9 7 +7
Kvennalistinn enginn 10,1 6 +3
Samtök um jafnrétti
og félagshyggju
Stefán Valgeirsson 1,2 1 +1
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
Seinasta ríkisstjórn Ný ríkisstjórn
Steingrímur Hermannsson I
 B   D 
Þorsteinn Pálsson
 A   B   D 

Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tapaði þingmeirihluta sínum en Þorsteinn Pálsson myndaði þá ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Steingrímur Hermannsson var utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn hélt velli í rúmt ár og var gagnrýnd meðal annars fyrir að ná ekki samkomulagi um brýnar aðgerðir í efnahagsmálum. Hún sprakk, að sagt er, í beinni útsendingu á Stöð 2, en eftir það myndaði Steingrímur Hermannsson vinstristjórn með stuðningi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og síðar Borgaraflokksins, en Sjálfstæðismenn fóru í stjórnarandstöðu.

Niðurstöður kosninganna

breyta
FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)41.49027,1718-5
Framsóknarflokkurinn (B)28.90218,9213-1
Alþýðuflokkurinn (A)23.26515,2310+4
Alþýðubandalagið (G)20.38713,358-2
Borgaraflokkurinn (S)16.58810,867+7
Kvennalistinn (V)15.47010,136+3
Flokkur mannsins (M)2.4341,590
Þjóðarflokkurinn (Þ)2.0471,340
Samtök um jafnrétti og félagshyggju (J)1.8931,241+1
Bandalag jafnaðarmanna (C)2460,160-4
Samtals152.722100,0063+3
Gild atkvæði152.72298,89
Ógild atkvæði3180,21
Auð atkvæði1.3980,91
Heildarfjöldi atkvæða154.438100,00
Kjósendur á kjörskrá171.40290,10
Heimild: Hagstofa Íslands

Úrslit í einstökum kjördæmum

breyta

Reykjavíkurkjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 5.738 9,6 1 1 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 17.333 29,0 6 6 -
A Alþýðuflokkurinn 9.527 16,0 3 1 +2
G Alþýðubandalagið 8.226 13,8 2 2 -
V Kvennalistinn 8.353 14 3 1 +2
S Borgaraflokkurinn 8.965 15 3 +3
C Bandalag jafnaðarmanna 162 0,3 0 1 -1
' Aðrir 1.378 0,6 0
Alls 59.682 100 18 12 +6


Reykjaneskjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 7.043 19,8 2 0 +2
D Sjálfstæðisflokkurinn 10.283 28,9 3 3 -
A Alþýðuflokkurinn 6.476 18,2 2 1 +1
G Alþýðubandalagið 4.172 11,7 1 1 -
V Kvennalistinn 3.220 9,1 1 0 +1
S Borgaraflokkurinn 3.876 10,9 2 +2
C Bandalag jafnaðarmanna 84 0,2 0 0 -
' Aðrir 411 1,2 0
Alls 35.565 100 11 5 +6


Suðurlandskjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.335 26,9 2 2 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 4.032 32,5 2 3 -1
A Alþýðuflokkurinn 1.320 10,6 0 0 -
G Alþýðubandalagið 1.428 11,5 1 1 -
V Kvennalistinn 816 6,6 0 0 -
S Borgaraflokkurinn 1.353 10,9 1 +1
' Aðrir 122 1 0
Alls 12.406 100 6 6 -


Austurlandskjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.091 38,5 2 2 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 1.296 16,1 2 1 +1
A Alþýðuflokkurinn 556 6,9 0 0 -
G Alþýðubandalagið 1.845 23 1 2 -1
V Kvennalistinn 508 6,3 0 0 -
S Borgaraflokkurinn 262 3,3 0
' Aðrir 69 0,9 0
Alls 8.034 100 5 5 -


Norðurlandskjördæmi eystra

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.889 24,9 2 3 -1
D Sjálfstæðisflokkurinn 3.273 20,9 1 2 -1
A Alþýðuflokkurinn 2.229 14,3 1 0 +1
G Alþýðubandalagið 2.053 13,1 1 1 -
V Kvennalistinn 992 6,3 1 0 +1
S Borgaraflokkurinn 567 3,6 0
J Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1.893 12,1 1 +1
Þ Þjóðarflokkur 533 3,4 0
' Aðrir 202 1,3 0
Alls 15.631 100 7 6 +1


Norðurlandskjördæmi vestra

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 2.270 35,2 2 2 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 1.367 21,2 1 2 -1
A Alþýðuflokkurinn 656 10,2 1 0 +1
G Alþýðubandalagið 1.016 15,7 1 1 -
V Kvennalistinn 337 5,2 0 0 -
S Borgaraflokkurinn 471 7,3 0
Þ Þjóðarflokkur 288 4,5 0
' Aðrir 48 0,7 0
Alls 6.453 100 5 5


Vestfjarðakjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 1.237 20,6 1 2 -1
D Sjálfstæðisflokkurinn 1.742 29,1 2 2 -
A Alþýðuflokkurinn 1.145 19,1 2 1 +1
G Alþýðubandalagið 676 11,3 0 0 -
V Kvennalistinn 318 5,3 0 0 -
S Borgaraflokkurinn 158 2,6 0
Þ Þjóðarflokkur 663 11,1 0
' Aðrir 57 1 0
Alls 5.996 100 5 5


Vesturlandskjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 2.299 25,7 1 2 -1
D Sjálfstæðisflokkurinn 2.164 24,2 1 2 -1
A Alþýðuflokkurinn 1.356 15,1 1 0 +1
G Alþýðubandalagið 971 10,8 1 1 -
V Kvennalistinn 926 10,3 1 0 +1
S Borgaraflokkurinn 936 10,5 1 +1
Þ Þjóðarflokkur 156 1,7 0
' Aðrir 147 1,6 0
Alls 8.955 100 6 5 +1



Fyrir:
Alþingiskosningar 1983
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1991

Tenglar

breyta