Lúðvík Jósepsson

Lúðvík Aðalsteinn Jósepsson (f. í Nesi í Norðfirði 16. júní 1914, d. 18. nóvember 1994) var íslenskur stjórnmálamaður, hann var þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður flokksins árin 1977-1980. Hann var sjávarútvegsráðherra árin 1956-1958 og svo 1971-1974.

Lúðvík lauk gagnfræðiprófi á Akureyri árið 1933. Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1934—1943. Hann starfaði við útgerð árin 1944 til 1948 og því næst sem forstjóri Bæjarútgerðar Neskaupstaðar til ársins 1952.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.