Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akureyri fóru fram 28. maí. Framsóknarflokkurinn vann töluvert á og fékk sína bestu útkomu í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri. Hrein stjórnarskipti urðu þegar Framsókn myndaði svo meirihluta með Alþýðuflokki. Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna, var ráðinn bæjarstjóri og var það í fyrsta skipti sem sitjandi bæjarfulltrúi gegndi stöðu bæjarstjóra.[1]. Sigfríður Þorsteinsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar 1994-1996 og Þórarinn E. Sveinsson 1996-1998. Gísli Bragi Hjartarson var kjörinn formaður bæjarráðs. Björn Jósef Arnviðarson baðst lausnar árið 1996 þegar hann varð sýslumaður á Akureyri og tók Valgerður Hrólfsdóttir sæti hans í bæjarstjórn. Oddur Helgi Halldórsson tók sæti Guðmundar Stefánssonar í bæjarstjórn árið 1997, en fór í sérframboð í lok kjörtímabilsins og stofnaði Lista fólksins, sem hlaut hreinan meirihluta í kosningunum 2010.
Þessar bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði fóru fram 28. maí.
Á kjörskrá voru 11.444.
Atkvæði greiddu 9984, þar af voru auðir og ógildir seðlar 158.
Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði þar sem Alþýðubandalagið bauð fram lista
Alþýðuflokkurinn missti hreinan meirihluta sinn í þessum kosningum. Eftir meirihlutaviðræður, bæði við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk[3] myndaði Alþýðubandalagið meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Magnús Jón Árnason var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[4]
Í júní 1995 slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins[5][6]. Alþýðuflokkurinn myndaði þá nýjan meirihluta ásamt tveimur af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: Jóhanni G. Bergþórssyni og Ellerti Borgari Þorvaldssyni.
Ingvar Viktorsson var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[7]. Þessi meirihluti hélst til loka kjörtímabilsins.[8]
Þessar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi fóru fram 28. maí 1994. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi, Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins gegndi áfram embætti bæjarstjóra.
Þessar Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík fóru fram 28. maí. R-listinn, sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Frasmóknarflokks og Kvennalista bauð fram og náði meirihluta.[11]
Þessar bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi fóru fram 28. maí 1994. Sjálfstæðismenn héldu meirihluta sínum en Neslisti Bæjarmálafélags Seltjarnarness saxaði talsvert á forskotið.