Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla

(Endurbeint frá HM í knattspyrnu)

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var komið af stað af Fédération Internationale de Football Association eða FIFA. Heimsmeistarakeppnin er einn vinsælasti íþróttaviðburður í heimi og er áhorf á heimsmeistarakeppnina meira en á Ólympíuleikana.

Um keppnina

breyta
 

Úrslitakeppnin er haldin á fjögurra ára fresti en þess á milli þess keppa 197 landslið (tölur fyrir HM 2006) um sæti í úrslitakeppninni og eru þar sæti fyrir 32 lið (24 lið árið 1998) og fær liðið sem vann síðustu heimsmeistarakeppni sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni. Keppnin hefur verið haldin á fjögurra ára fresti frá árinu 1930, þó á því séu tvær undantekningar; ekki var spilað árið 1942, vegna þess að FIFA gat ekki komið sér saman um hvort keppnin ætti að vera haldin í Brasilíu eða Þýskalandi, auk þess sem seinni heimsstyrjöldin var í algleymingi, né 1946, vegna þess að verið var að byggja allt uppá nýtt alls staðar í heiminum eftir seinni heimsstyrjöldina.

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var fyrst haldin í Úrúgvæ árið 1930 og unnu Úrugvæar þá keppni. Það lið sem að hefur oftast (og alltaf) tekið þátt í heimsmeistarakeppninni er Brasilía og hafa þeir unnið hana 5 sinnum. Alls hafa átta lið unnið titilinn en þau eru:

Sæti Land Ár Titlar
1. Brasilía 1958, 1962, 1970, 1994, 2002 5
2. Ítalía 1934, 1938, 1982, 2006 4
3. Þýskaland 1954, 1974, 1990, 2014 4
4. Argentína 1978, 1986, 2022 3
5. Úrugvæ 1930, 1950 2
6. Frakkland 1998, 2018 2
7. England 1966 1
8. Spánn 2010 1

Tenglar

breyta