Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2010
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 var haldið í Suður-Afríku dagana 11. júní til 11. júlí 2010. Þetta var nítjánda heimsmeistarakeppnin og urðu Spánverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Hollendingum í úrslitum. Þetta var fyrsta og enn sem komið er eina skiptið sem HM hefur farið fram í Afríku en frammistaða afrísku liðanna olli þó vonbrigðum, einkum heimamanna sem urðu fyrstu gestgjafarnir til að falla úr leik í riðlakeppni. Það sama gilti raunar um Ítali, ríkjandi heimsmeistara. Þjóðverjinn Thomas Müller varð markakóngur en Thomas Müller en Diego Forlán frá Úrúgvæ var valinn leikmaður mótsins.
Val á gestgjöfum
breytaHM 2010 var fyrsta mótið sem úthlutað var eftir skammlífri reglu FIFA um að keppnin skyldi færast milli fimm heimsálfa. Einungis Afríkulönd komu því til greina að þessu sinni. Fimm boð komu fram í fyrstu. Auk Suður-Afríku sóttu Egyptaland og Marokkó um gestgjafahlutverkið, en síðarnefnda landið var það eina í álfunni sem áður hafði falast eftir að halda keppnina. Að auki föluðust Túnis og Líbía eftir því að sjá sameiginlega um mótið.
Síðar bættist Nígería í hópinn og viðruðu Nígeríumenn þá hugmynd sína að deila gestgjafahlutverkinu með grönnum sínum í Benín, Gana og Tógó. Þegar Sepp Blatter lýsti því yfir að ekki væri áhugi á því hjá FIFA eftirleiðis að fela meira en einu landi að sjá um heimsmeistaramót drógu Nígeríumenn boð sitt til baka og það sama gerðu Túnis og Líbía. Eftir stóðu því aðeins þrjú boð.
Ekki þurfti nema eina atkvæðagreiðslu til að komast að niðurstöðu. Enginn fulltrúi FIFA greiddi Egyptum atkvæði sitt, tíu völdu Marokkó en fjórtán Suður-Afríku. Valið var engan veginn augljóst, þar sem Marokkó hafði mun lengri knattspyrnuhefð og ferðalög frá Evrópu yrðu mun auðveldari þangað en til Suður-Afríku. Á hinn bóginn nýttu Suður-Afríkumenn sér til hins ítrasta vinsældir og frægð Nelson Mandela sem var verndari framboðsins.
Í seinni tíð hafa komið fram ásakanir um að Suður-Afríkumenn hafi beitt mútum til að tryggja sér keppnina og var það hluti af spillingarrannsókn FIFA. Árið 2015 staðhæfði breska stórblaðið Daily Telegraph að Marokkó hefði í raun orðið hlutskarpast í kosningunni en úrslitum hefði verið breytt eftir á.
Forkeppni
breyta204 af 208 aðildarlöndum FIFA skráðu sig til leiks í HM. Norður- og Suður-Kórea lentu saman í úrslitariðli og komust bæði liðin áfram í úrslitakeppnina, þar var í fyrsta sinn frá 1966 sem Norður-Kórea náði þeim árangri. Úrúgvæ sló Kosta Ríka úr leik í álfuumspili og Nýja-Sjáland vann Barein með minnsta mun. Mark Thierry Henry, sem reyndist hafa lagt boltann fyrir sig með hendinni, kom Frökkum áfram á kostnað Írlands. Í kjölfarið var ákveðið að koma á laggirnar embætti sprotadómara sem höfðu það eina hlutverk að fylgjast með álitamálum í vítateignum.
Þátttökulið
breyta32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.
Lukkudýr
breytaLukkdýr keppninnar var Zakumi, hlébarði með mannlega eiginleika og grænt hár. Nafnið er samsetning úr bókstöðunum ZA (alþjóðlegum einkennisstöfum Suður-Afríku) og orðinu kumi, sem merkir töluna 10 í ýmsum afrískum tungumálum og vísar til ártalsins 2010. Grænn og gulur litur Zakumi kallaðist einnig á við landsliðsbúning Suður-Afríku.
Sú ákvörðun skipuleggjenda að fela fyrirtæki í eigu suður-afrísks stjórnmálamanns að framleiða Zakumi-fígúrur í verksmiðju í Kína olli nokkru uppnámi í Suður-Afríku, þar sem réttara þótti að nota mótið til atvinnusköpunar heima fyrir.
Knattspyrnuvellir
breytaJóhannesarborg |
---|
Soccer City |
Heildarfjöldi: 91,141 |
Durban |
Moses Mabhida Stadium |
Heildarfjöldi: 70,000 |
Höfðaborg |
Cape Town Stadium |
Heildarfjöldi: 69,070 |
Jóhannesarborg |
Ellis Park Stadium |
Heildarfjöldi: 62,567 |
Polokwane |
---|
Peter Mokaba Stadium |
Heildarfjöldi: 46,000 |
Rustenburg |
Royal Bafokeng Stadium |
Heildarfjöldi: 44,530 |
Nelspruit |
Mbombela Stadium |
Heildarfjöldi: 43,589 |
Pretoría | Elísabetarhöfn |
---|---|
Loftus Versfeld Stadium | Nelson Mandela Bay Stadium |
Heildarfjöldi: 51,760 | Heildarfjöldi: 48,000 |
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2010 (Suður-Afríka) | |
Bloemfontein | |
Free State Stadium | |
Heildarfjöldi: 48,000 | |
Keppnin
breytaRiðlakeppnin
breytaKeppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.
Riðill A
breytaLíkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Úrúgvæ | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 0 | +4 | 7 | |
2 | Mexíkó | 3 | 1 | 1 | 0 | 3 | 2 | +1 | 4 | |
3 | Suður-Afríka | 3 | 1 | 1 | 0 | 3 | 5 | -2 | 4 | |
4 | Frakkland | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 4 | -3 | 1 |
11. júní 1998 | |||
Suður-Afríka | 1-1 | Mexíkó | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 84.490 Dómari: Ravshan Irmatov |
Tshabalala 55 | Márquez 79 |
11. júní 1998 | |||
Úrúgvæ | 0-0 | Frakkland | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 64.100 Dómari: Yuichi Nishimura |
16. júní 1998 | |||
Suður-Afríka | 0-3 | Úrúgvæ | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu Áhorfendur: 42.658 Dómari: Massimo Busacca |
Forlán 24, 80, Á. Pereira 90+5 |
17. júní 1998 | |||
Frakkland | 0-2 | Mexíkó | Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane Áhorfendur: 35.370 Dómari: Khalil Al Ghamdi |
Hernández 64, Blanco 79 |
22. júní 1998 | |||
Úrúgvæ | 1-0 | Mexíkó | Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg Áhorfendur: 33.425 Dómari: Viktor Kassai |
Suárez 43 |
22. júní 1998 | |||
Suður-Afríka | 2-1 | Frakkland | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 39.415 Dómari: Óscar Ruiz |
Khumalo 20, Mphela 37 | Malouda 70 |
Riðill B
breytaArgentína var annað tveggja liða til að klára sinn riðil á fullu húsi stiga. Sigur heimamanna frá Suður-Kóreu á Grikkjum reyndist að lokum tryggja þeim hitt sætið í útsláttarkeppninni. Nígería olli vonbrigðum og lauk keppni með eitt stig.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Argentína | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 | 1 | +6 | 9 | |
2 | Suður-Kórea | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 | 6 | -1 | 4 | |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 5 | -3 | 3 | |
4 | Nígería | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 | 5 | -2 | 1 |
12. júní 1998 | |||
Suður-Kórea | 2-0 | Grikkland | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 31.513 Dómari: ichael Hester |
Lee Jung-soo 7, Park Ji-sung 52 |
12. júní 1998 | |||
Argentína | 1-0 | Nígería | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 55.686 Dómari: Wolfgang Stark |
Heinze 6 |
17. júní 1998 | |||
Argentína | 4-1 | Suður-Kórea | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 82.174 Dómari: Frank De Bleeckere |
Park Chu-young 17 (sjálfm.), Higuaín 33, 76, 80 | Lee Chung-yong 45+1 |
17. júní 1998 | |||
Grikkland | 2-1 | Nígería | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 31.593 Dómari: Óscar Ruiz |
Salpingidis 44, Torosidis 71 | Uche 16 |
22. júní 1998 | |||
Nígería | 2-2 | Suður-Kórea | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 61.874 Dómari: Olegário Benquerença |
Uche 12, Yakubu 69 | Lee Jung-soo 38, Lee Chung-yong 49 |
22. júní 1998 | |||
Grikkland | 0-2 | Argentína | Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane Áhorfendur: 38.891 Dómari: Ravshan Irmatov |
Demichelis 77, Palermo 89 |
Riðill C
breytaÞað var stutt milli hláturs og gráturs í C-riðli, þar sem öll liðin áttu möguleika á að komast áfram fyrir lokaumferðina. Þegar fáeinar sekúndur voru til leiksloka virtust Englendingar og Slóvenar með pálmann í höndunum, en sigurmark Bandaríkjamanna á Alsír í uppbótartíma kom þeim í efsta sætið en Slóvenar sátu eftir með sárt ennið.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Bandaríkin | 3 | 1 | 2 | 0 | 4 | 3 | +1 | 5 | |
2 | England | 3 | 1 | 2 | 0 | 2 | 1 | +1 | 5 | |
3 | Slóvenía | 3 | 1 | 1 | 0 | 3 | 3 | 0 | 4 | |
4 | Alsír | 3 | 0 | 1 | 2 | 0 | 2 | -2 | 1 |
12. júní 1998 | |||
England | 1-1 | Bandaríkin | Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg Áhorfendur: 38.646 Dómari: Carlos Simon |
Gerrard 4 | Dempsey 40 |
13. júní 1998 | |||
Alsír | 0-1 | Slóvenía | Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane Áhorfendur: 30.325 Dómari: Carlos Batres |
Koren 79 |
18. júní 1998 | |||
Slóvenía | 2-2 | Bandaríkin | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 45.573 Dómari: Koman Coulibaly |
Birsa 13, Ljubijankić 42 | Donovan 48, Bradley 82 |
18. júní 1998 | |||
Alsír | 0-1 | England | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 64.100 Dómari: Ravshan Irmatov |
23. júní 1998 | |||
Slóvenía | 0-1 | England | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 36.893 Dómari: Wolfgang Stark |
Defoe 23 |
23. júní 1998 | |||
Alsír | 0-1 | Bandaríkin | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoría Áhorfendur: 35.827 Dómari: Frank De Bleeckere |
Donovan 90+1 |
Riðill D
breytaMiklar vonir voru bundnar við afrísku liðin á fyrsta heimsmeistaramótinu sem fram fór í heimsálfunni. Einungis Gana stóð undir væntingum og komst áfram úr strembnum riðli, þar sem Þjóðverjar nældu í toppsætið. Til þess þurftu þó Ástralir, sem voru nálega fallnir úr keppni, að spilla fyrir Serbum með því að vinna þá í lokaleiknum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þýskaland | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 1 | +4 | 6 | |
2 | Gana | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 0 | 4 | |
3 | Ástralía | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 | 6 | -3 | 4 | |
4 | Serbía | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 3 | -1 | 3 |
13. júní 1998 | |||
Serbía | 0-1 | Gana | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoría Áhorfendur: 38.833 Dómari: Héctor Baldassi |
Gyan 85 |
13. júní 1998 | |||
Þýskaland | 4-0 | Ástralía | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 62.660 Dómari: Marco Rodríguez |
Podolski 8, Klose 26, Müller 68, Cacau 70 |
18. júní 1998 | |||
Þýskaland | 0-1 | Serbía | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 38.294 Dómari: Undiano Mallenco |
Jovanović 38 |
19. júní 1998 | |||
Gana | 1-1 | Ástralía | Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg Áhorfendur: 34.812 Dómari: Roberto Rosetti |
Gyan 25 | Holman 11 |
23. júní 1998 | |||
Gana | 0-1 | Þýskaland | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 83.391 Dómari: Carlos Simon |
Özil 60 |
19. júní 1998 | |||
Ástralía | 2-1 | Serbía | Mbombela leikvangurinn, Nelspruit Áhorfendur: 37.836 Dómari: Jorge Larrionda |
Cahill 69, Holman 73 | Pantelić 84 |
Riðill E
breytaKamerún varð ásamt liði Norður-Kóreu það eina sem fór stigalaust frá mótinu. Hollendingar unnu alla þrjá leiki sína og varð lokaviðureign Dana og Japana því hreinn úrslitaleikur um hitt sætið í útsláttarkeppninni. Japanir höfðu betur, 3:1.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Holland | 3 | 3 | 0 | 0 | 5 | 1 | +4 | 9 | |
2 | Japan | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 6 | |
3 | Danmörk | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 6 | -3 | 3 | |
4 | Kamerún | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 5 | -3 | 0 |
14. júní 1998 | |||
Holland | 2-0 | Danmörk | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 83.465 Dómari: Stéphane Lannoy |
Agger 46 (sjálfsm.), Kuyt 85 |
14. júní 1998 | |||
Japan | 1-0 | Kamerún | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 30.620 Dómari: Olegário Benquerença |
Honda 39 |
19. júní 1998 | |||
Holland | 1-0 | Japan | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 62.010 Dómari: Héctor Baldassi |
Sneijder 53 |
19. júní 1998 | |||
Kamerún | 1-2 | Danmörk | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoría Áhorfendur: 38.074 Dómari: Jorge Larrionda |
Eto'o 10 | Bendtner 33, Rommedahl 61 |
24. júní 1998 | |||
Danmörk | 1-3 | Japan | Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg Áhorfendur: 27.967 Dómari: Jerome Damon |
Tomasson 81 | Honda 17, Endō 30, Okazaki 87 |
24. júní 1998 | |||
Kamerún | 1-2 | Holland | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 63.093 Dómari: Pablo Pozo |
Eto'o 65 | Van Persie 36, Huntelaar 83 |
Riðill F
breytaHeimsmeistarar Ítala voru taldir frekar heppnir þegar dregið var í riðla. Annað átti eftir að koma á daginn. Jafntefli gegn Paragvæ í fyrsta leik þóttu ásættanleg úrslit. Áfallið reið þó yfir þegar Ítalir gerðu sitt annað jafntefli gegn Nýsjálendingum sem enduðu á að verða eina taplausa liðið í keppninni með þrjú jafntefli. Paragvæ tryggði sér toppsætið með margalausu jafntefli við Nýja-Sjáland í lokaumferðinni á meðan Slóvakar og Ítalir mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Það kom í hlut Slóvaka, 3:2, þar sem slóvakíska liðið var sterkara frá upphafi til enda.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Paragvæ | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 | 1 | +2 | 5 | |
2 | Slóvakía | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 5 | -1 | 4 | |
3 | Nýja-Sjáland | 3 | 0 | 3 | 0 | 2 | 2 | 0 | 3 | |
4 | Ítalía | 3 | 0 | 2 | 1 | 4 | 5 | -1 | 2 |
14. júní 1998 | |||
Ítalía | 1-1 | Paragvæ | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 62.869 Dómari: Benito Archundia |
De Rossi 63 | Alcaraz 39 |
15. júní 1998 | |||
Nýja-Sjáland | 1-1 | Slóvakía | Royal Bafokeng Stadium, Rustenburg Áhorfendur: 23.871 Dómari: Jerome Damon |
Reidi 90+3 | Vittek 50 |
20. júní 1998 | |||
Slóvakía | 0-2 | Paragvæ | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 26.643 Dómari: Eddy Maillet |
Vera 27, Riveros 86 |
20. júní 1998 | |||
Ítalía | 1-1 | Nýja-Sjáland | Mbombela leikvangurinn, Nelspruit Áhorfendur: 38.229 Dómari: Carlos Batres |
Iaquinta 29 | Smeltz 7 |
24. júní 1998 | |||
Slóvakía | 3-2 | Ítalía | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 53.412 Dómari: Howard Webb |
Vittek 25, 73, Kopúnek 88 | Di Natale 81, Quagliarella 90+2 |
24. júní 1998 | |||
Paragvæ | 0-0 | Nýja-Sjáland | Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane Áhorfendur: 34.850 Dómari: Yuichi Nishimura |
Riðill G
breytaNorður-Kóreumenn stóðu rækilega uppi í hárinu á Brasilíu í fyrsta leik sínum á HM frá því í Englandi 1966. Lokatölur urðu 2:1 fyrir Brasilíu. Þessi góða frammistaða fyllti stjórnvöld í Norður-Kóreu bjartsýni og þau ákváðu að heimila fyrstu beinu knattspyrnuútsendinguna í landinu á móti Portúgal í næsta leik. Þar fékk liðið hins vegar á baukinn gegn Portúgal og tapaði 7:0. Hin góða markatala Portúgala gerði það að verkum að liðinu dugði markalaust stórmeistarajafntefli í lokaleiknum til Brasilíu til að tryggja sér annað sætið á eftir Suður-Ameríkumönnunum og skildu þar með Fílabeinsströndina eftir með sárt ennið.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Brasilía | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 | 2 | +3 | 7 | |
2 | Portúgal | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 0 | +7 | 5 | |
3 | Fílabeinsströndin | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 3 | +1 | 4 | |
4 | Norður-Kórea | 3 | 0 | 0 | 3 | 1 | 12 | -11 | 0 |
15. júní 1998 | |||
Fílabeinsströndin | 0-0 | Portúgal | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 37.034 Dómari: Jorge Larrionda |
15. júní 1998 | |||
Brasilía | 2-1 | Norður-Kórea | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 54.331 Dómari: Viktor Kassai |
Maicon 55, Elano 72 | Ji Yun-nam 89 |
20. júní 1998 | |||
Brasilía | 3-1 | Fílabeinsströndin | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 84.455 Dómari: Stéphane Lannoy |
Luís Fabiano 25, 50, Elano 62 | Drogba 79 |
21. júní 1998 | |||
Portúgal | 7-0 | Norður-Kórea | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 63.644 Dómari: Pablo Pozo |
Meireles 29, Simão 53, Almeida 56, Tiago 60, 89, Liédson 81, Ronaldo 87 |
25. júní 1998 | |||
Portúgal | 0-0 | Brasilía | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 62.712 Dómari: Benito Archundia |
25. júní 1998 | |||
Norður-Kórea | 0-3 | Fílabeinsströndin | Mbombela leikvangurinn, Nelspruit Áhorfendur: 34.763 Dómari: Alberto Undiano Mallenco |
Y. Touré 14, Romaric 20, Kalou 82 |
Riðill H
breytaSvisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Spánn | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 6 | |
2 | Síle | 3 | 2 | 0 | 1 | 3 | 2 | +1 | 6 | |
3 | Sviss | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 0 | 4 | |
4 | Hondúras | 3 | 0 | 1 | 2 | 0 | 3 | -3 | 1 |
16. júní 1998 | |||
Hondúras | 0-1 | Síle | Mbombela leikvangurinn, Nelspruit Áhorfendur: 32.664 Dómari: Eddy Maillet |
Beausejour 34 |
16. júní 1998 | |||
Spánn | 0-1 | Sviss | Moses Mabhida Stadium, Durban Áhorfendur: 62.453 Dómari: Howard Webb |
Fernandes 52 |
21. júní 1998 | |||
Síle | 1-0 | Sviss | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 34.872 Dómari: Khalil Al Ghamdi |
González 75 |
21. júní 1998 | |||
Spánn | 2-0 | Hondúras | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 54.386 Dómari: Yuichi Nishimura |
Villa 17, 51 |
25. júní 1998 | |||
Síle | 1-2 | Spánn | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoría Áhorfendur: 41.958 Dómari: Marco Rodríguez |
Millar 47 | Villa 24, Iniesta 37 |
25. júní 1998 | |||
Sviss | 0-0 | Hondúras | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 28.042 Dómari: Héctor Baldassi |
Útsláttarkeppni
breytaTvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.
16-liða úrslit
breytaFjögur suður-amerísk lið komust áfram í fjórðungsúrslitin, en það fimmta, Síle, tapaði fyrir Brasilíu. Tap Englendinga gegn Þjóðverjum var það stærsta í sögu þeirra í úrslitakeppni HM. Gana varð eina afríska liðið til að komast upp úr 16-liða úrslitunum að þessu sinni og einungis það þriðja í sögunni. Mark Carlos Tevez fyrir Argentínu, sem ranglega fékk að standa og þrumufleygur frá Frank Lampard sem ekki var dæmt mark þrátt fyrir að boltinn hefði greinilega farið yfir marklínuna leiddu til fáheyrðrar afsökunarbeiðni frá Sepp Blatter og áttu stóran þátt í að þróa marklínutækni og myndbandsdómgæslu.
26. júní 2010 | |||
Úrúgvæ | 2:1 | Suður-Kórea | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 30.597 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi |
Suárez 8, 80 | Lee Chung-yong 68 |
26. júní 2010 | |||
Bandaríkin | 1:2 (e.framl.) | Gana | Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg Áhorfendur: 34.976 Dómari: Viktor Kassai, Ungverjalandi |
Donovan 62 (vítasp.) | Boateng 5, Gyan 93 |
27. júní 2010 | |||
Þýskaland | 4:1 | England | Free State leikvangurinn, Bloemfontein Áhorfendur: 40.510 Dómari: Jorge Larrionda, Úrúgvæ |
Klose 20, Podolski 32, Müller 67, 70 | Upson 37 |
27. júní 2010 | |||
Argentína | 3:1 | Mexíkó | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 84.377 Dómari: Roberto Rosetti, Ítalíu |
Tevez 26, 52, Higuaín 33 | Hernández 71 |
28. júní 2010 | |||
Holland | 2:1 | Slóvakía | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 61.962 Dómari: Alberto Undiano Mallenco, Spáni |
Robben 18, Sneijder 84 | Vittek 90+4 (vítasp.) |
28. júní 2010 | |||
Brasilía | 3:0 | Síle | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 54.096 Dómari: Howard Webb, Englandi |
Juan 34, Fabiano 38, Robinho 59 |
29. júní 2010 | |||
Paragvæ | 0:0 (5:3 e.vítak.) | Japan | Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu Áhorfendur: 36.742 Dómari: Frank De Bleeckere, Belgíu |
29. júní 2010 | |||
Spánn | 1:0 | Portúgal | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 62.955 Dómari: Héctor Baldassi, Argentínu |
Villa 63 |
Fjórðungsúrslit
breytaHollendingar lentu undir gegn Brasilíumönnum en sneru leiknum sér í vil með tveimur mörkum Wesley Sneijder. Augu margra Afríkubúa voru á liði Gana sem freistaði þess að komast í undanúrslit fyrst Afríkuliða. Á lokasekúndum framlengingar var Luis Suárez rekinn af velli fyrir að slá knöttinn á marklínu, Gana misnotaði vítaspyrnuna sem dæmd var og Úrúgvæ hafði að lokum betur í vítaspyrnukeppni. Argentínumönnum var kippt niður á jörðina með 4:0 skelli á móti Þjóðverjum. Spánn varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Eitt mark undir lokinn dugði til sigurs í bragðdaufum leik gegn Paragvæ.
2. júlí 2010 | |||
Holland | 2:1 | Brasilía | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Elísabetarhöfn Áhorfendur: 40.186 Dómari: Yuichi Nishimura, Japan |
Sneijder 53, 68 | Robinho 10 |
2. júlí 2010 | |||
Úrúgvæ | 1:1 (5:3 e.vítake.) | Gana | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 84.017 Dómari: Olegário Benquerença, Portúgal |
Forlán 55 | Muntari 45+2 |
3. júlí 2010 | |||
Argentína | 0:4 | Þýskaland | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 64.100 Dómari: Ravshan Irmatov, Úsbekistan |
Müller 33, Klose 68, 89, Friedrich 74 |
3. júlí 2010 | |||
Spánn | 1:0 | Paragvæ | Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg Áhorfendur: 55.359 Dómari: Carlos Batres, Gvatemala |
Villa 83 |
Undanúrslit
breytaHollendingar unnu sigur á Úrúgvæ í hörkuleik, 3:2. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í hinum undanúrslitaleiknum þar sem Carles Puyol kom Spánverjum í sinn fyrsta úrslitaleik. Í fyrsta sinn í sögunni fór því fram úrslitaleikur án þess að Argentína, Ítalía, Brasilía eða Þýskaland tækju þátt.
6. júlí 2010 | |||
Úrúgvæ | 2-3 | Holland | Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg Áhorfendur: 62.479 Dómari: Ravshan Irmatov, Úsbekistan |
Forlán 41, M. Pereira 90+2 | Van Bronckhorst 18, Sneijder 70, Robben 73 |
7. júlí 2010 | |||
Spánn | 1:0 | Þýskaland | Moses Mabhida leikvangurinn, Durban Áhorfendur: 60.960 Dómari: Viktor Kassai, Ungverjalandi |
Puyol 73 |
Bronsleikur
breytaLeikurinn um þriðja sætið var fjörlegur, þar sem bæði lið komust yfir áður en Þjóðverjar knúðu fram 3:2 sigur. Thomas Müller og Diego Forlán náðu báðir að skora í keppninni um gullskóinn. Þýskaland hefur oftast allra hafnað í 3ja sæti á HM (fjórum sinnum) en Úrúgvæ á metið yfir að enda í fjórða sæti (þrisvar sinnum).
10. júlí 2010 | |||
Úrúgvæ | 2-3 | Þýskaland | Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth Áhorfendur: 36.254 Dómari: Benito Archundia, Mexíkó |
Cavani 28, Forlán 51 | Müller 19, Jansen 56, Khedira 82 |
Úrslitaleikur
breytaViðureign Spánverja og Hollendinga var í járnum og einkenndist af grófum varnarleik, þar sem fjórtán gul spjöld voru gefin og Hollendingar léku manni færri síðustu tíu mínúturnar, en áður höfðu mest verið gefin sex spjöld í úrslitaleik. Bæði lið fengu færi til að skora í venjulegum leiktíma. Allt stefndi þó í vítaspyrnukeppni þar til Andrés Iniesta skoraði sigurmarkið á 116. mínútu. Spánverjar urðu þar með fyrsta liðið til að heimsmeistarar sem ríkjandi Evrópumeistarar frá því að Vestur-Þjóðverjar unnu það afrek árið 1974.
11. júlí 2010 | |||
Holland | 0:1 (e. framl.) | Spánn | Soccer City, Jóhannesarborg Áhorfendur: 84.490 Dómari: Howard Webb, Englandi |
Iniesta 116 |
Markahæstu leikmenn
breytaThomas Müller hreppti gullskó FIFA með fimm mörk skoruð. Þrír aðrir leikmenn skoruðu jafn mörg mörk en áttu ekki jafnmargar stoðsendingar og Müller. Alls skiptu 98 leikmenn á milli sín 145 mörkum, tvö þeirra voru sjálfsmörk.
- 5 mörk
- 4 mörk
- 3 mörk