Durban (súlú: eThekwini, af itheku „flói, lón“) er þriðja fjölmennasta borg Suður-Afríku á eftir Jóhannesarborg og Höfðaborg. Hún er stærsta borgin í héraðinu KwaZulu-Natal. Durban liggur við austurstönd Suður-Afríku og er fjölfarnasta höfn landsins. Borgin er jafnframt mikilvæg miðstöð ferðamennsku, enda liggur í heittempraða beltinu við góðar strendur.

Durban séð af ströndinni að morgni til.

Íbúar Durban eru 3,44 milljónir. Því er borgin ein sú stærsta við Indlandshafsströnd Afríku. Hún er þar að auki önnur stærsta iðnframleiðsluborg Suður-Afríku á eftir Jóhannesarborg.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.