1. FC Magdeburg, er þýsktknattspyrnufélag staðsett í Magdeburg. Félagið er frekar ungt, stofnað 1965. Magdenburg spilaði í Austur-Þýsku deildinni, fyrir sameiningu Þýskalands. Það sigraði Austur-Þýsku Úrvalsdeildina (DDR Oberliga) þrisvar og Austur-Þýsku Bikarkeppnina (FDGB Pokal) sjö sinnum, það var einnig eina félag Austur-Þýskalands sem tókst að sigra Evrópukeppni bikarhafa, árið 1974, eftir frækinn sigur á AC Milan í úrslitaleik 2-0. Eftir sameiningu Þýskalands hefur gengið erfiðlega hjá félaginu og í dag spila þeir í 3. Liga. Árið 1978 sigraði það Val í evrópukeppni félagsliða.