West Ham er hverfi í Austur-London sem liggur í borgarhlutanum Newham. West Ham er 9,8 km austan við Charing Cross. Í austri liggur hverfið að staðnum þar sem Sumarólympíuleikarnir 2012 munu eiga sér stað. Í vesturhluta eru aðallega viktoríönsk raðhús og hús sem byggð voru eftir seinni heimsstyrjöldina. Hverfið hefur löngu verið afskipt en er núna í endurnýjun með Plaistow, annað hverfi sem liggur nálægt. Knattspyrnuliðið West Ham United F.C. dregur nafn sitt úr heiti hverfisins.

Lestarstöðin í West Ham

Samkvæmt engilsaxneskri stofnskrá var byggð í hverfinu Ham fyrst skráð sem Hamme árið 958. Árið 1086 var byggðin skráð í Dómsdagsbókinnni sem Hame. Elsta skráð notkun á heitið Westhamma sem aðgreining frá East Ham var árið 1186. Orðið er upprunnið úr fornensku orði hamm, sem þýðir „þurrt landssvæði sem liggur milli tveggja áa eða flæðilanda“. Heitið á við staðsetningu hverfisins milli ánna Lee, Thames og Roding og flæðilöndin þeirra. Að fornu var West Ham 4.500 ekra hreppur í hundraðinu Becontree í sýslunni Essex. Hreppurinn skiptist í þremur hverfum og innihélt þorpið Upton.

West Ham-lestarstöð er í hverfinu og þaðan er hægt að fara til Mið-London í neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar og til Southend í háhraðalestum. Einnig verður hægt að fara þaðan í Docklands Light Railway. Gegnum hverfið renna nokkrir vatnsfarvegir sem skipta því frá Bromley-by-Bow. Til norðurs og austurs blandast West Ham saman með Stratford og Plaistow, og með Canning Town til suðurs.

Heimildir

breyta
   Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.