Grand Teton-þjóðgarðurinn

Grand Teton-þjóðgarðurinn (enska: Grand Teton National Park) er bandarískur þjóðgarður í norður-Wyoming. Hann er 1300 ferkílómetrar og samanstendur af Teton-fjallgarðinum (sem er hluti af Klettafjöllum) og Jackson Hole-dalnum. Grand Teton-þjóðgarðurinn er aðeins 16 kílómetra suður af Yellowstoneþjóðgarðinum.

Kort.
Grand Teton-fjöll.
Frístundabátar.

Á 19. öld var svæðið viðkomustaður evrópskra dýraskinnskaupmanna og í lok aldarinnar var varanleg búseta þeirra í Jackson Hole-dalnum. Fyrir hittu þeir Shoshone-frumbyggja svæðisins. 1929 var þjóðgarðurinn stofnaður en Jackson Hole bættist seinna við hann. John D. Rockefeller keypti jarðir í Jackson Hole í þeim tilgangi að þeim yrði bætt við þjóðgarðinn. Þjóðgarðurinn heitir eftir Grand Teton (4199 metrar), hæsta fjalli Teton-fjalla. Stærsta stöðuvatnið heitir Jackson Lake.

Af barrtrjám í þjóðgarðinum eru meðal annarra: Blágreni, fjallaþinur og klettafura sem vaxa hærra uppi en stafafura er fremur á láglendi. Degli og broddgreni vaxa aðallaga á þurrari svæðum. Klettafuran hefur orðið illa úti í bjöllurfaraldri. 61 tegund af spendýrum lifir á svæðinu t.d.: Svartbjörn, brúnbjörn, úlfur, gaupa, fjallaljón, otur, múrmeldýr, múshéri, vapítihjörtur, vísundur, héri og leðurblaka. Leyft er að veiða vapítihirti en oft er veiði bönnuð í þjóðgörðum. Um 300 fuglategundir lifa þar.

Fjöldi tjaldsvæða er í Grand Teton-þjóðgarðinum en opin eldur er ekki leyfður vegna bjarndýra. Svæðið er vinsælt meðal fjallgöngumanna. Snjósleðar eru eingöngu leyfðir við Jackson Lake.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Grand Teton National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. des.. 2016.