Örlygur Hálfdanarson

Örlygur Hálfdanarson (21. desember 1929 - 30. október 2020) var íslenskur bókaútgefandi. Hann rak lengi vel Bókaútgáfuna Örn og Örlyg, en stofnaði síðar Íslensku bókaútgáfuna.

Örlygur Hálfdanarson
Fæddur21. desember 1929
Viðey
Dáinn30. október 2020 (90 ára)
ÞjóðerniÍslenskur
StörfBókaútgefandi
Þekktur fyrirStofnandi Íslensku bókaútgáfunar

Örlygur fæddist í Viðey, og átti heima í þorpinu sem stóð á Sundbakka á austurenda eyjarinnar frá 1907 til 1943. Hann ólst þar upp í húsi sem var byggt á fjölunum af kútter Ingvari sem fórst við Viðey 1906. Örlygur var virkur meðlimur í Viðeyingafélaginu og leiðsagði oft fólki um eyna, enda æði fróður um sögu hennar frá fyrstu tíð.

Örlygur var einnig talsmaður þess að reisa Viðeyjarstofu eftir upprunalegum teikningum, þegar og ef hús Strætisvagna Reykjavíkur á Lækjartorgi yrði rifið og sagði að þar með kæmi bygging sem rímaði vel við átjándu og nítjándu aldar hús við Lækjargötu og Austurstræti.[heimild vantar] Viðeyjarstofa átti að vera tveggja hæða hús samkvæmt upphaflegum teikningum, en varð aldrei nema einlyft.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.