Margrét Guðnadóttir
Margrét Guðmunda Guðnadóttir (f. 7. júlí 1929, d. 2. janúar 2018) var læknir og veirufræðingur[1] og fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við Háskóla Íslands.[2]
Margrét Guðmunda Guðnadóttir | |
---|---|
Fædd | 7. júlí 1929 |
Dáin | 2. janúar 2018 |
Störf | Læknir og veirufræðingur og fyrsta konan til að gegna embætti prófessors við Háskóla Íslands |
Ferill
breytaMargrét lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1949. Um haustið hóf hún nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1956. Sumrin 1954 og 1955 vann hún á Tilraunastöðinni á Keldum við lungnabólgurannsóknir og að athugunum í sambandi við útbreiðslu á inflúensufaraldri.[1] Eftir útskrift úr læknadeildinni vorið 1956 vann hún eitt ár á Keldum. Fyrsta verkefnið hennar var að kortleggja útbreiðslu mænusóttarfaraldurs sem skall á haustið 1955 á Íslandi. Þetta var liður í því að undirbúa bólusetningu gegn mænusótt sumarið 1957.[3]
Sumarið 1957 fór Margrét á vegum Keldna til Bretlands og Bandaríkjanna í sex mánaða sérfræðinám[3] í veirufræði.[1] Í Bretlandi var hún í námi við Central Public Health Laboratory í London, London School of Hygiene og í Bandaríkjunum við Communicable Disease Center í Montgomery í Alabama. Í kjölfarið fór hún í tveggja ára (1958-1960) framhaldsnám í veirufræði við Yale háskóla í New Haven í Connecticut.[4] Þar lagði hún stund á rannsóknir á mænusótt og greiningu á veirusóttum í fólki. Á árunum 1960-1969 starfaði Margrét sem sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöðina á Keldum þar sem hún rannsakaði visnu og mæðiveiki og ýmsa sjúkdóma í fólki. Árið 1969 tók hún við prófessorsembætti í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands[1] og varð þar með fyrsta konan til að gegna prófessorsembætti við skólann.[5] Á þessum tíma voru konur hvorki dósentar né lektorar en um níu konur voru stundakennarar/aukakennarar.[6] Margrét gegndi stöðu prófessors í 30 ár, til ársins 1999 er hún lét af störfum vegna aldurs. Árið 1974 setti Margrét á laggirnar Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði við Landspítalann og var forstöðumaður hennar til ársins 1994.[3]
Þann 10. nóvember 2011, á aldarafmæli Háskóla Íslands, var Margrét sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild skólans[7] fyrir framlag sitt til veirufræðinnar og greiningu veirusýkinga. Hún var einnig heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.
Margrét rannsakaði m.a. hæggenga veirusjúkdóma í sauðfé, eðli visnu-mæðiveikisýkingar og bóluefni við henni og skrifaði fjölda greina í innlend[8][9][10][11] og erlend rit.[12][13][14][15]
Sonardóttir Margrétar er Hildur Guðnadóttir sem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Sólveig Pálmadóttir (1970). „Vísindakona – prófessor. 19. Júní, 20(1), 2-3“.
- ↑ Kvennasögusafn Íslands. (2019). Brautryðjendur og frumkvöðlar. Sótt af: http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000574508
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Læknablaðið (2009). „Veirufræðingur af lífi og sál. Viðtal við Margréti Guðnadóttur“.
- ↑ Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Sótt af: https://baekur.is/bok/000021526/Artol_og_afangar_i_sogu
- ↑ Kvennasögusafn Íslands. (2019). Ártöl og áfangar. Sótt af: https://kvennasogusafn.is/index.php?page=artoel-og-afangar Geymt 16 október 2017 í Wayback Machine
- ↑ Menntamálaráðuneytið. (2002). Konur í vísindum á Íslandi. Reykjavík: Höfundur
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Heiðursdoktorar, sótt af: https://www.hi.is/haskolinn/heidursdoktorar
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1980). Rauðir hundar. Í Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Svanlaug Baldursdóttir (ristj.), Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (bls. 135-141)
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1961). Studies of the fate of type 1 polioviruses in flies. Reykjavik
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1966). Um inflúenzufaraldra árin 1960-1965. Læknablaðið, 52(4), 176-181
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1988). Hæggengar veirusýkingar: Riða, visna, mæðiveiki og eyðni. Heilbrigðismál, 36(3), 26-29
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1974). Visna-maedi in sheep. Basel
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1964). Virus isolated from the brain of a patient with multiple sclerosis
- ↑ Margrét Guðnadóttir. (1964). Response of adults in Iceland to live attenuated measles vaccine. Geneva: World Health Organization
- ↑ Margrét Guðnadóttir and P. A. Pálsson. (1968). Studies on natural cases of Maedi in search for diagnostic laboratory methods. Oxford: Blackwell Science