Alexander 2. Rússakeisari

Alexander 2. (rússneska: Алекса́ндр II Никола́евич; umritað Aleksandr II Níkolajevítsj) (29. apríl 1818 – 13. mars 1881) var keisari Rússaveldis frá 2. mars 1855 þar til hann var ráðinn af dögum þann 13. mars 1881. Hann var jafnframt konungur Póllands og stórhertogi Finnlands.

Skjaldarmerki Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt Rússakeisari
Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt
Alexander 2. Rússakeisari
Alexander 2.
Ríkisár 2. mars 185513. mars 1881
SkírnarnafnAleksandr Nikolajevítsj Rómanov
Fæddur29. apríl 1818
 Kreml í Moskvu, Rússlandi
Dáinn13. mars 1881 (62 ára)
 Vetrarhöllinni, Sankti Pétursborg, Rússlandi
GröfDómkirkja Péturs og Páls
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Nikulás 1. Rússakeisari
Móðir Karlotta af Prússlandi
KeisaraynjaMaría af Hesse (g. 1841; d. 1880)
Börn10 skilgetin, þ. á m. Alexander 3. Rússakeisari

Mikilvægasti verknaður Alexanders á valdatíð hans var aflétting bændaánauðarinnar árið 1861, en með henni áskotnaðist Alexander viðurnefnið „frelsunarkeisarinn“. Keisarinn stóð fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal endurskipulagningu réttarkerfisins, skipun kjörinna héraðsdómara, afnámi líkamlegra refsinga,[1] aukinni héraðssjálfsstjórn, almennri herskyldu, skertum forréttindum aðalsstéttarinnar og aukinni háskólamenntun.

Í utanríkismálum seldi Alexander Bandaríkjunum Alaska árið 1867 af ótta við að þessi afskekkta nýlenda myndi enda í höndum Breta ef kæmi til stríðs við þá.[2] Alexander sóttist eftir friði og sleit bandalagi við Frakkland þegar Napóleon III féll frá völdum árið 1871. Árið 1872 gekk hann í „Þriggjakeisarabandalagið“ svokallaða ásamt Þýskalandi og Austurríki til þess að friðþægja Evrópu. Þrátt fyrir að reka friðsama utanríkisstefnu háði Alexander stutt stríð gegn Tyrkjaveldi árin 1877-78, þandi Rússaveldi enn frekar inn í Síberíu og Kákasus og lagði undir sig Túrkistan. Alexander sætti sig með semingi við niðurstöður Berlínarfundarins þótt hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með þær. Árið 1863 var gerð uppreisn í Póllandi sem Alexander kvað niður og brást við með því að nema úr gildi stjórnarskrá Póllands og lima það beint inn í Rússland. Alexander var enn að leggja til aukna þingvæðingu þegar hann var myrtur af meðlimum uppreisnarhreyfingarinnar Narodnaja Volja árið 1881.

Tilvísanir

breyta
  1. „Reformation by the Tsar Liberator“. InfoRefuge. InfoRefuge. Sótt 18. apríl 2016.
  2. Claus-M., Naske, (1987). Alaska, a history of the 49th state. Slotnick, Herman E., 1916-2002. (2.. útgáfa). Norman: University of Oklahoma Press. bls. 61. OCLC 44965514.


Fyrirrennari:
Nikulás 1.
Rússakeisari
(18551881)
Eftirmaður:
Alexander 3.