Auðfræði (1880) er hagfræðirit eftir Arnljót Ólafsson.

Arnljótur Ólafsson

Arnljótur fékk 400 króna styrk af landsfé árið 1877 frá Alþingi til þess að semja rit um þau efni, sem nefnd voru ökonomia á erlendum málum. Auðfræðin komu út þremur árum seinna.

Arnljótur byggði ritið langmest á kenningum Frédéric Bastiat sem fram komu í Harmonies Economiques. Bastiat hafði tileinkað sér kenningar Adams Smith og er rit Arnljóts, fyrsta íslenska fræðiritið um hagfræði, því skrifað á grundvelli kenninga Adams Smith og í anda hans.

Heimildir

breyta