Munshi Premchand
Munshi Premchand (hindí: प्रेमचंद, úrdú: پریمچںد) (f. 31. júlí 1880, d. 8. október 1936) var einn af helstu rithöfundum nútímans á hindí og úrdú. Hann skrifaði um 300 smásögur, fjölda skáldsagna og leikrita. Hann skrifaði um reynslu fátækra bænda og notaði alþýðumál fremur en það sanskrítskotna hindí sem þá var venja að nota sem bókmenntamál.