Tahítí
17°40′00″S 149°25′00″V / 17.66667°S 149.41667°V
Tahítí er er stærsta eyjan í hinum svonefnda Kulborðseyja hópi í Frönsku Pólynesíu sem enn þann dag í dag tilheyra Frakklandi. Höfuðborg Frönsku Pólynesíu heitir Papeete og er hún á Norðvestur-Tahítí.
Tahítí er fjármála-, menningarleg og stjórnmálaleg miðja Frönsku Pólynesíu. Tahítí er fjölmennasta eyja Frönsku Pólynesíu með 190 þúsund íbúa (2017), sem er 68,5% heildarmannfjölda Frönsku Pólynesíu. Tahítí hét áður Otaheite.
Konungsríkið Tahiti (1788–1880) var fyrst ríkja heims til að afnema dauðarefsingu úr lögum, árið 1824.[1]
Eyjan varð til við eldgos og eru há- og fjalllend. Flatarmál Tahítí er rétt rúmlega þúsund ferkílómetrar. Hæsti tindur hennar, Mont Orohena, er um 2.230 metrar.
Tilvísanir
breyta- ↑ Alexandre Juster, L'histoire de la Polynésie française en 101 dates : 101 événements marquants qui ont fait l'histoire de Tahiti et ses îles, Les éditions de Moana, 2016, bls. 40
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tahítí.