Mary Ann Evans (22. nóvember 181922. desember 1880) þekktust undir höfundarnafninu George Eliot, var enskur rithöfundur og skáld. Hún var einn af helstu raunsæju rithöfundum Viktoríutímabilsins, ásamt Charles Dickens og Thomas Hardy. Hún skrifaði sjö skáldsögur um ævina, meðal annars Silas Marner og Middlemarch, og gaf út fjölda ljóðabóka. Verk hennar eru þekkt fyrir raunsæi, innsæi í sálarlíf persóna og nákvæmar lýsingar á staðháttum og lífi fólks á landsbyggðinni. Middlemarch hefur verið lýst sem einni af merkustu skáldsögum enskrar tungu.

Ljósmynd af Eliot frá því um 1865.

Hún hóf sambúð við enska heimspekinginn George Henry Lewes árið 1854, en hann var giftur annarri konu í opnu hjónabandi. Þetta vakti mikla hneykslun samtíðarfólks. Eftir að hann lést árið 1878, giftist George Eliot vini sínum, John Cross, sem var miklu yngri en hún, og breytti nafni sínu í Mary Ann Cross.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.