Ólafsdalsskólinn var bændaskóli sem starfræktur var 1880 til 1907 í Ólafsdal í Gilsfirði. Skólastjóri hans var Torfi Bjarnason.

Ólafsdalsskólinn

Ólafsdalsskólinn var fyrsti bændaskóli á Íslandi og tilgangur með stofnun hans að kenna bændum verklega og bóklega jarðrækt. Húnvetningar höfðu haft hug á að stofna til þessa sérstaklega fyrirmyndarbú og fá Torfa til forustu þess. Í því skyni sigldi Torfi til Skotlands til að læra jarðyrkju fyrstur íslendinga og hafði Torfi meðferðis til baka búfræðiþekkingu frá Skotlandi. Ólafsdalsskóli var settur á stofn fyrir sakir áhrifa strauma erlendis frá, en með stofnun hans var formgerð þekking Torfa og fleiri sem þá störfuðu víða um land sem farandbúfræðingar. Skólinn var settur i fyrsta sinn 1. júní 1880 þegar fimm ungir menn hófu þar nám. Var námsárið frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Voru nemendur ráðnir til ársvistar í senn með áskilnaði um skipulagt jarðræktarnám. Áhersla í námi var á kennslu í notkun hestaverkfæra við jarðræktarstörf og heyskap og komu nemendur jafnframt að smíði á eigin verkfærum. Bókleg kennsla var í reikningi, efnafræði, grasa- og jarðræktarfræði, hagfræði og teikningu, húsdýrafræði og eðlisfræði. Nemendur gengu jafnt til allra verka sem og undirbúnings fyrirlestra kennarans. Innritaðir nemendur á starfstíma Ólafsdalskóla 1880-1907 töldu 154 alls. Í Skotlandsdvöl sinni 1866-1867 kynnti Torfi sér m.a steinsmíði er nýttist vel við uppbyggingu húsakosts í Ólafsdal. Skólahúsið frá 1896 var viðgert og allt yfirfarið 1995-1996 og stendur þar enn.[1]

Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Fylgirit með Bændablaðinu 10. júlí 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2010. Sótt 9. júlí 2010.

Tengill breyta

   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.