Hljóðhraði er hraði hljóðbylgja og er mjög háður því efni, sem hljóðið berst um og ástandi efnisins, t.d. hita. Hljóðhraði er venjulega táknaður með c, en þó er táknið v einnig notað og telst jafngilt. Hljóðhraði í gasi er mjög háður hita og gasþéttleika.

Bandarísk herþota brýtur hljóðmúrinn.

Oft þegar talað er um hljóðhraða er verið að tala um hraða hljóðs í lofti, en hann er um 344 m/s (1238 km/klst) við 21° hita. Þotur eða önnur farartæki sem ferðast með hljóðhraða eða hraðar eru sagðar hljóðfráar.

Ljóshraði í tómi er mesti hugsanlegi hraðinn, en hann er tæplega milljón sinnum meiri en hljóðhraði í lofti.

Um hljóðhraða

breyta

Hljóðhraða c í föstu efni eða vökva má reikna með eftirfarandi jöfnu:

 

þar sem C er efnisstuðull og   er eðlismassi. Almennt gildir að

 

þar sem p er þrýstingur. Fyrir kjörgas gildir að

 

þar sem R er gasfasti,   er hlutfall varamrýmda gassins og T hiti.

Útreiknaður hljóðhraði í andrúmslofti

breyta

Hægt er að reikna út með töluverðri nákvæmni hraða hljóðs í andrúmslofti við 21°C (T) með fáum þekktum stærðum. Andrúmsloftið er að mestu samsett úr súrefnis- og köfnunarefnissameindum sem hafa fimm frelsisgráður (f) og hefur mólmassan 0.029 (M). Þá getum við reiknað hljóðhraðan í andrúmslofti við 21°C (eða 294 kelvín) svona þar sem R er gasfastinn:

 
   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.