Þorleifur Kortsson

Þorleifur Kortsson (d. í júlí 1698) var íslenskur lögmaður og sýslumaður á 17. öld og hefur orðið þekktastur fyrir galdraofsóknir og galdrabrennur, einkum í Strandasýslu á meðan hann var þar sýslumaður.

Þorleifur var sonur Korts Þormóðssonar klausturhaldara í Kirkjubæjarklaustri og konu hans Þórunnar Hákonardóttur frá Nesi við Seltjörn. Hann var ekki skólamenntaður en hafði lært skraddaraiðn erlendis. Hann var „lítill vexti og einsýnn, aðsópslítill og orðfár á þingum, óáleitinn við menn en þó fégjarn og fésæll.“ Árið 1651 varð hann sýslumaður í Strandasýslu. Þar fékk hann fljótt á sig orð fyrir harða framgöngu gegn meintum galdramönnum, mun harðari en aðrir ráðamenn höfðu áður sýnt. Árið 1654 lét hann til dæmis brenna þrjá menn á báli í Trékyllisvík fyrir galdur. Hann fékk síðar einnig Ísafjarðarsýslu og þar varð sama sagan.

Þorleifur var kosinn lögmaður norðan og vestan 1662 eftir að Magnús Björnsson sagði af sér. Hann fluttist þá að Þingeyrum og bjó þar síðan lengi en var síðast í í Hrútafirði og dó þar. Hann sagði af sér embætti 1679.

Kona Þorleifs var Ingibjörg (1615-1703), dóttir Jóns eldri Magnússonar sýslumanns í Haga á Barðaströnd og sonardóttir Magnúsar prúða, og var hann þriðji maður hennar. Hún bjó ekkja í Bæ þegar manntalið 1703 var tekið og var þá tæplega níræð en dó sama ár. Börn þeirra voru Hannes Þorleifsson fornfræðingur, Jón klausturhaldari á Þingeyrum, Þórunn kona Lárusar Hanssonar Scheving sýslumanns og Guðmundur ríki í Brokey.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Magnús Björnsson
Lögmaður norðan og vestan
(16621679)
Eftirmaður:
Magnús Jónsson