Sigríður Anna Þórðardóttir

Sigríður Anna Þórðardóttir (f. 14. maí 1946) er fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra. Sigríður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991-2007.

Sigríður Anna er fædd á Siglufirði og foreldrar hennar voru hjónin Þórður Þórðarson vélstjóri (1921-1992) og Margrét Arnheiður Árnadóttir húsmóðir og verkakona (1923-2013). Eiginmaður Sigríðar Önnu er sr. Jón Þorsteinsson fyrrverandi sóknarprestur í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Þau eiga þrjár dætur.

Sigríður Anna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966 og BA-prófi í íslensku, sagnfræði og grísku frá Háskóla Íslands árið 1977. Hún stundaði framhaldsnám við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hún starfaði hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins frá 1966-1967 og 1969-1971, var kennari við Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði frá 1975-1990 og Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ frá 1990-1991. Hún var kosin á þing árið 1991 og gegndi þingmennsku til ársins 2007. Hún var umhverfisráðherra frá 2004-2006 og jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda frá 2005-2006.[1] Árið 2008 var Sigríður Anna skipuð sendiherra Íslands í Kanada.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi.is, Æviágrip - Sigríður Anna Þórðardóttir (skoðað 10. júlí 2019)
  2. Mbl.is, „Sendiherra í Kanada“ (skoðað 9. ágúst 2019)