Árni Páll Árnason

íslenskur stjórnmálamaður

Árni Páll Árnason (f. 23. maí 1966) er íslenskur stjórnmálamaður og viðskiptamaður sem að er sitjandi varaforseti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 2022. Árni Páll sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 2007 til 2016 fyrir Suðvesturkjördæmi. Á þeim árum var hann Félags- og tryggingarmálaráðherra frá 2009 til 2010 og Efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til 2011. Hann var formaður Samfylkingarinnar frá 2013 til 2016.

Árni Páll Árnason (ÁPÁ)
Árni Páll árið 2024.
Félags- og tryggingamálaráðherra
Í embætti
10. maí 2009 – 2. september 2010
ForsætisráðherraJóhanna Sigurðardóttir
ForveriÁsta R. Jóhannesdóttir
EftirmaðurGuðbjartur Hannesson
Efnahags- og viðskiptaráðherra
Í embætti
31. desember 2011 – 2. september 2010
ForsætisráðherraJóhanna Sigurðardóttir
ForveriGylfi Magnússon
EftirmaðurSteingrímur J. Sigfússon
Formaður Samfylkingarinnar
Í embætti
2. febrúar 2013 – 3. júní 2016
ForveriJóhanna Sigurðardóttir
EftirmaðurOddný G. Harðardóttir
Varaforseti Eftirlitsstofnunar EFTA
Núverandi
Tók við embætti
1. janúar 2022
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. maí 1966 (1966-05-23) (58 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MenntunMenntaskólinn við Hamrahlíð (1985)

Háskóli Íslands (1991) Collège d’Europe (1991-1992)

Harvard Law School European University Institute (1999)

Menntun og fyrri störf

breyta

Árni Páll lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1991. Hann stundaði nám í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992, í Evrópurétti við Harvard Law School / European University Institute í Flórens 1999. Árni Páll varð héraðsdómslögmaður 1997.

Hann var ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum 1992-1994, deildarsérfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1994 og lögfræðingur varnarmálaskrifstofu 1994-1995. Hann starfaði sem lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi 1998-2007.

Eftir að stjórnmálaferli Árna Páls lauk starfaði hann sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingasjóðs EES frá 2018 til 2021 og sem varaforseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, frá 2022.

Stjórnmálaferill

breyta

Árni Páll sat á þingi fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2007 til 2016. Árni Páll datt út af þingi í kosningunum árið 2016 þegar Samfylkingin hlaut afhroð með 5,7% atkvæða og aðeins þrjá þingmenn inn.

Ráðherraferill

breyta

Árni Páll var oft sagður vera nokkuð hægrisinnaður vinstrimaður og lagði hann áherslu á erlendar fjárfestingar og Landsvirkjun í ráðherratíð sinni.[1] Árni Páll gegndi embætti félags- og tryggingamálaráðherra frá 2009 til 2010 og embætti efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til 2011. Árni Páll lét af embætti í desember 2011 þegar að ákveðið var að leggja niður ráðuneyti hans.[2]

 
Árni Páll árið 2008.

Formaður Samfylkingarnar

breyta

Árni Páll var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í febrúar 2013, og hafði betur með 62,2% gegn Guðbjarti Hannessyni í kjörinu, sem allir flokksmenn í Samfylkingunni gátu tekið þátt í með netkosningu. Árni Páll leiddi flokkinn í gegnum kosningarnar 2013 þar sem að flokkurinn hlaut 12,9% og missti 16,9% frá kosningunum 2009. Árni Páll sóttist um að halda áfram að vera formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 2016 en hætti síðan við í maí 2016. Oddný G. Harðardóttir tók við af Árna sem formaður flokksins þann 3. júní 2016.

Tilvísanir

breyta
  1. Hauksson, Hafsteinn (30. desember 2011). „Árni Páll hættir eftir 485 daga í embætti og Jón 965 daga - Vísir“. visir.is. Sótt 9. ágúst 2024.
  2. „Árni Páll sagður vera á útleið“. www.mbl.is. Sótt 9. ágúst 2024.


Fyrirrennari:
Jóhanna Sigurðardóttir
Formaður Samfylkingarinnar
(2. febrúar 20133. júní 2016)
Eftirmaður:
Oddný G. Harðardóttir
Fyrirrennari:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Félags- og tryggingamálaráðherra
(10. maí 20092. september 2010)
Eftirmaður:
Guðbjartur Hannesson
Fyrirrennari:
Gylfi Magnússon
Efnahags- og viðskiptaráðherra
(2. september 201031. desember 2011)
Eftirmaður:
Steingrímur J. Sigfússon


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.