Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason er fyrrum þingmaður Suðvesturkjördæmis, fyrrum formaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) | |
![]()
| |
Fæðingardagur: | 23. maí 1966 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
4. þingmaður Suðvesturkjördæmis | |
Flokkur: | ![]() |
Þingsetutímabil | |
2007-2013 | í Suðvest. fyrir Samf. ✽ |
2013-2016 | í Suðvest. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2007-2009 | Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs |
2009 | Formaður allsherjarnefndar |
2009-2010 | Félags- og tryggingamálaráðherra |
2010-2011 | Efnahags- og viðskiptaráðherra |
2013-2016 | Formaður Samfylkingarinnar |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Árni Páll lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1991. Hann stundaði nám í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992, í Evrópurétti við Harvard Law School / European University Institute í Flórens 1999. Árni Páll varð héraðsdómslögmaður 1997.
Hann var ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum 1992-1994, deildarsérfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1994 og lögfræðingur varnarmálaskrifstofu 1994-1995. Hann starfaði sem lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi 1998-2007.
Árni Páll hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra 2009-2010 og efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til 2011. Árni Páll komst ekki inn á þing 29. október þegar Samfylkingin hlaut afhroð kosninga með 5,7% og aðeins þrjá þingmenn inn.
Árni Páll var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í febrúar 2013, og hafði betur gegn Guðbjarti Hannessyni í kjörinu, sem allir flokksmenn í Samfylkingunni gátu tekið þátt í með netkosningu. Oddný G. Harðardóttir tók við af Árna sem formaður flokksins árið 2016. Árni náði ekki kjöri í kosningunum árið 2016
Fyrirrennari: Jóhanna Sigurðardóttir |
|
Eftirmaður: Oddný G. Harðardóttir | |||
Fyrirrennari: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir |
|
Eftirmaður: Guðbjartur Hannesson | |||
Fyrirrennari: Gylfi Magnússon |
|
Eftirmaður: Steingrímur J. Sigfússon |