Michelin
Michelin er vörumerki SCA Compagnie Générale des Établissements Michelin sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem að á rætur sínar að rekja til Frakklands. Það er stærsti framleiðandi hjólbarða í heiminum en auk Michelin vörumerkisins framleiðir það undir merkjum B.F. Goodrich og Uniroyal, erlendis er fyrirtækið einnig þekkt fyrir framleiðslu á leiðsögubókum og fyrir Michelin stjörnur sem er gæðamerki veitt veitingahúsum og gististöðum.
Michelin | |
Rekstrarform | Hlutafélag SCA (Euronext: ML) |
---|---|
Stofnað | 1888 |
Staðsetning | Clermont-Ferrand, Frakkland |
Lykilpersónur | Michel Rollier, Eric Bourdais de Charbonnière. |
Starfsemi | Framleiðsla, Útgáfa |
Tekjur | €16,41 miljarðar (2008)[1] |
Starfsfólk | 117.560 (2008)[1] |
Vefsíða | www.michelin.com |
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Ársskýrsla 2008 (Skoðað 13. apríl 2009).