Rúmenska
Rúmenska er rómanskt mál skylt ítölsku talað af 24-26 milljónum að móðurmáli og 4 milljónum sem annað mál. Það er 34. mest talaða mál heims sem móðurmál.
Rúmenska Română | ||
---|---|---|
Málsvæði | Rúmenía, Moldóva, Búlgaría, Úkraína, Ungverjaland, Balkanskaginn | |
Fjöldi málhafa | 24-26 milljónir | |
Sæti | 34 | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Rúmenía Moldóva | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | ro
| |
ISO 639-2 | rum
| |
SIL | ron
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Rúmenska er rituð með afbrigði af Latnesku letri. Ekki er langt síðan latnest letur var tekið upp og ósamræmi tal- og ritmáls því með minnsta móti.
Elstu textar
breytasá elsti einstaki texti sem varðveist hefur á rúmensku er bréf frá 1521, svokölluð ritsending Neacșu. Er hún bréf sent af Neacșu Lupu, verslunarmanni í Câmpulung, til Johannes Benkner, prins af Brașov, og er innihald bréfsins viðvörun um innrás Tyrkja inn í Transylvaníu og Vallakíu.
Uppruni orðaforða
breyta- 4/5 eða um 80,5% eru af rómönskum uppruna
- 39,25% frá hinum upprunalega latneska orðaforða, sá stærsti einstaki þáttur
- 15,26% seinni tíðar lánorð úr skólamáli (vocaboli eruditi)
- 22,12% úr frönsku svo sem merci fyrir takk
- 4% nýlegri lánorð út ítölsku
- 10,2% hafa slavneskan uppruna
- 6,2% úr hinni fornu kirkjuslavnesku
- 2,6% úr búlgörsku
- 1,12% úr rússnesku
- 0,85% serbó-króatísku
- 0,25% úkraínsku
- 0,2% pólsku
- þýsku 2,47%
- nútímagrísku 1,7%
- 1% undirlagsmál frumbyggja dakíu
- úngversku 1,4%
- 0,75% tyrknesku
- 0,07% ensku (í örustum vexti)
- 0,19% onomatopea
- 2,71% óþekktum og/eða óvissum uppruna
Málfræði
breytaÁkveðinn greinir er viðskeyttur en óákveðinn undansettur. Nafnorð hafa 3 föll: Nefnifall, eignarfall og ávarpsfall. Ennfremur hafa nafnorð 3 málfræðileg kyn.
Lýsingarorð í rúmensku beygjast eftir tölu, falli og kynjum og eru oft eftirsett líkt og í vest-rómönsku málunum. Ennfremur líkt og í öðrum rómönskum málum hafa sagnorð tvö ósamsett þátíðarform, nálæga þátíð (Imperfect) og fjarlæga þátíð(Mai mult ca perfect). Ólíkt öðrum rómönskum málum hinsvegar er framtíð mynduð með hjálpar sögn en ekki með ósamsettu formi(sérstakri endingu), og er hjálparsögnin leidd af að ætla eða vilja líkt og í þýskum málum, (sbr. gottneska munan hyggjast, ætla).
Rómönsk tungumál Indóevrópsk tungumál | ||
---|---|---|
Andalúsíska | Aragónska | Arpitanska | Astúríska | Franska | Ítalska | Leonska | Moldóvska | Mónakóska | Occitan | Papiamento | Portúgalska | Romansh | Romany | Rúmenska | Sardiníska | Spænska |