Bosníska
Bosníska (bosanski / босански) er serbokróatísk mállýska og þjóðtunga Bosníaka. Bosníska er eitt af þremur opinberum málum í Bosníu og Hersegovínu: hin tvö eru króatíska og serbneska. Bosníska er jafnframt viðurkennt minnihlutamál í Serbíu, Svartfjallalandi og Kosóvó.
Bosníska bosanski босански | ||
---|---|---|
Málsvæði | Bosnía og Hersegóvína, Króatía, Kosóvó, Serbía, Svartfjallaland, Makedónía, Slóvenía | |
Heimshluti | Balkanskagi | |
Fjöldi málhafa | 2,5–3,5 milljónir | |
Ætt | Indóevrópskt Baltóslavneskt | |
Skrifletur | Latneskt stafróf Kýrillískt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Bosnía og Hersegóvína Serbía Svartfjallaland Makedónía Króatía Slóvenía Kosóvó | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | bs
| |
ISO 639-2 | bos
| |
ISO 639-3 | bos
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Bosnísku má rita bæði með latnesku letri og kýrillísku, en latneskt letur er notað oftar í daglegu lífi. Bosníska sker sig úr samanborið við aðrar serbókróatískar mállýskur með miklum fjölda tökuorða úr arabísku, ottómantyrknesku og persnesku vegna sterkra tengsla við þessa múslímamenningarheima.
Bosníski staðallinn er byggður á útbreiddustu serbokróatískri mállýskunni, stókavísku, sem er einnig grunnurinn að króatísku, serbnesku og svartfellsku. Fyrir upplausn Júgóslavíu var lítið á þessi mál sem eitt tungumál. Frá málvísindalegu sjónarhorni er enn lítið á þau sem eitt mál, serbókróatísku, en þetta sjónarmið er umdeilt meðal innfæddra málhafa.