Dalvík
Dalvík er sjávarpláss við Eyjafjörð, í mynni Svarfaðardals í Dalvíkurbyggð. Bærinn var upphaflega innan Svarfaðardalshrepps, en var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1946. Dalvík fékk kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Íbúar í Dalvíkurbyggð (Dalvík, Litli-Árskógssandur og Hauganes) voru 1.860 í janúar árið 2022.
Eitt og annaðBreyta
- 2. júní árið 1934 varð jarðskjálfti við Eyjafjörð sem olli miklu tjóni á Dalvík og um 200 manns urðu heimilislausir. [1]. Upptök hans voru skammt frá byggðinni. Skjálfti þessi er nefndur Dalvíkurskjálftinn.
- Þann 7. júní 1998 sameinuðust Dalvíkurkaupstaður og Svarfaðardalshreppur á ný ásamt Árskógshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.
- Árlega fer fram fiskhátíðisdagur á Dalvík. Nefnist hann fiskidagurinn mikli og er haldinn í ágúst.
- Gísli, Eiríkur, Helgi, Kaffihús/bar og sögusetur um Bakkabræður.
- Sýndarvélin sem Android-stýrikerfið fyrir farsíma keyrir á nefnist Dalvik eftir bænum Dalvík þaðan sem höfundur hennar, Dan Bornstein, rekur ættir sínar.
TilvísanirBreyta
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.