Bjarki Árnason (f.1924)

Bjarki Árnason (fæddur 3. maí 1924, dáinn 15. janúar 1984).

Fæddur Þingeyingur, sjálfmenntaður harmonikkuleikari sem spilaði fyrir dansi í sinni heimasveit. Bjarki flutti til Siglufjarðar 1943 og bjó þar síðan. Hann starfaði fyrst að Hóli í Siglufirði, síðar sem byggingarmeistari og kaupmaður. Að Hóli samdi hann meðal annars Dísir vorsins 1943 og Hólasveinabrag, sem urðu fljótt mjög vinsæl og fóru um allt land sem „húsgangar“ án þess þó að vera nokkurntíman hljóðrituð. Bjarki var vinsæll dansspilar á síldarárunum á Siglufirði og spilaði mikið, oftast undir sínu eigin nafni, einn eða með öðrum, svo sem Þórði Kristinssyni, Sæmundi Jónssyni, Guðmundi og Þórhalli Þorlákssonum (Gautar) og fleirum. Hann var þekktur hagyrðingur og liggur eftir hann mikið magn af gamanvísum og lausavísum, margar landskunanr. Um 1963 fer Bjarki að gera texta við ýmis lög fyrir karlakórinn Vísir til dæmis Okkar glaða söngvamál, Siglufjörður (lag og texti) og fleiri. Guðmundur Þorláksson (Gauti) sló svo í gegn með texta Bjarka, Sem lindin tær, við erlent lag.

Það er svo í kringum 1970 að þeir félagar Bjarki og Þórður Kristinsson leiða saman hesta sína að nýju, hefja ballspilamennsku og stofna upp úr því hljómsveitina Miðaldamenn ásamt Magnúsi Guðbrandssyni og Sturlaugi Kristjánssyni.

Á þeim árum semur Bjarki marga dægurlagatexta við erelend lög svo sem Mónika, Ævisaga, Vilt'ekki eiga mig, Kysstu mig og svo framvegis.

Heimild breyta

  • Hulstur á disknum Miðaldamenn sem kom út 2007

Tenglar breyta