Grímur Thomsen
Grímur Thomsen (15. maí 1820 – 27. nóvember 1896) var íslenskt skáld, bókmenntafræðingur, þingmaður og bóndi.
Grímur Thomsen | |
---|---|
Fæddur | Grímur Þorgrímsson 15. maí 1820 |
Dáinn | 27. nóvember 1896 (76 ára) Bessastöðum, Álftanesi Hvílir í kirkjugarðinum þar. |
Dánarorsök | Banamein: Lungnabólga |
Þjóðerni | Íslendingur |
Menntun | Kaupmannahafnarháskóli |
Störf | Skáld, bókmenntafræðingur, legationsráð, þingmaður og bóndi. |
Þekktur fyrir | ljóð sín |
Titill | Dr. phil. |
Maki | Jakobína Jónsdóttir (af Reykjahlíðarætt) frá Reykjahlíð við Mývatn og síðar Hólmum í Reyðarfirði |
Foreldrar | Þorgrímur Tómasson (Thomsen) og Ingibjörg Jónsdóttir |
Æska og nám
breytaGrímur var fæddur og uppalinn á Bessastöðum en foreldrar hans voru Þorgrímur Tómasson gullsmiður (kallaði sig Thomsen), skólaráðsmaður þar og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, systir Gríms Jónssonar[1], amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Grímur lærði í heimaskóla hjá séra Árna Helgasyni í Görðum á Álftanesi. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi 17 ára 1837 sigldi hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla. Árið 1841 tók Grímur þátt í samkeppni um samningu ritgerðar um franskar bókmenntir og stöðu þeirra í samtímanum og hlaut önnur verðlaun fyrir ritgerðina. Hann lauk meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Hafnarháskóla 1845, ritgerð hans fjallaði um Byron lávarð. Níu árum seinna var honum veitt doktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla með konungsúrskurði fyrir ritgerðina um Byron.
Störf
breytaÍ Kaupmannahöfn kom Grímur að útgáfu Nýrra félagsrita ásamt Jóni Sigurðssyni.
Grímur starfaði árum saman í utanríkisþjónustu Dana og dvaldist meðal annars í Frankfurt, París, Brüssel og London. Hlaut hann nafnbótina legationsráð, sem hann afsalaði sér eftir að hann fluttist heim til Íslands. [2] Hann fluttist 1867 alfarinn til Íslands og settist að á Bessastöðum, sem hann keypti af konungi í skiptum fyrir Belgsholt í Borgarfirði. Grímur sat lengi á Alþingi og rak bú á Bessastöðum til dauðadags. Hann lést á Bessastöðum 27. nóvember 1896 í sama herbergi og hann fæddist í 76 árum fyrr.[3] Grímur er grafinn í kirkjugarðinum á Bessastöðum.[4]
Áhrif Gríms á Dani
breytaÍ minningargrein um Grím segir:
En það var nú ekki alténd vandi Gríms að fara að því, hvað öðrum þótti. Höfuðrit hans á dönsku var vitanlega bók hans um Byron.En þýðing hans fyrir danskar bókmentir er að öðru leyti mest í því fólgin að hann benti Dönum á ágæti ýmisra rita og manna, sem lítill eða enginn gaumur var gefinn fyrri. Áður hann skrifaði um Byron höfðu þeir ekkert rit að gagni um hann. Norsku skáldunum var þar fremur lítill gaumur gefinn fyrri en hann ritaði um Munch og verður Munch þó varla talinn einn með stærri spámönnunum. Hitt er meira vert að Grímur vakti fyrstur eptirtekt Dana á öðru eins ágætisskáldi og Runeberg og hefur honum fundizt mjög mikið til um hann, eins og má. Útvegaði Grímur honum óbeðið riddarakross Danafánamanna hjá Halli ráðgjafa, en aldrei sáust þeir Runeberg og Grímur. Hins vegar sendi Runeberg honum olíumynd af sér til menja, er margir munu hafa séð, er komið hafa að Bessastöðum. Minnistæðastur má þó Grímur vera Dönum fyrir það handarvik þegar hann (1855) kenndi þeim að meta H.C. Andersen og æfintýragerð hans. Andersen hafði ort og ritað æfintýri í nær heilan mannsaldur, en borið það eitt úr býtum, að Danir höfðu skammað hann jafnt og þétt út sem fábjána og hálfvita. | ||
— Jón Þorkelsson (yngri), Grímur Thomsen, Andvari janúar 1898, bls. 12.
|
Þessi ummæli um Grím Thomsen og H.C. Andersen urðu Martin Larsen tilefni að greinarskrifum [5] þar sem hann rak mörg dæmi þess að Danir hafi skrifað fallega um H.C. Andersen áður en Grímur skrifaði sinn ritdóm. Bækur H.C. Andersen hafi oft verið gefnar út í vönduðum útgáfum á þeim tíma og selst vel.
Greininni lýkur á þessum orðum:
Það er ekki stætt á þjóðsögunni um Grím Thomsen , að hann hafi fyrstur manna í Danmörku viðurkennt H.C. Andersen og breytt áliti landa hans á honum. Og heiðurssessinn, sem Grímur Thomsen hlaut í "Ævintýri lífs míns"[n 1], skýrist á eðlilegan hátt. En í stað þjóðsagnarinnar kemur veruleikinn, hin fallega ritgerð Gríms Thomsen, sem enn má lesa sér til gagns. |
||
— Martin Larsen, H.C. Andersen og Grímur Thomsen, Skírnir 1. janúar 1952, bls. 194.
|
Einkahagir
breytaÁ meðal afkomenda Þorgríms Tómassonar gullsmiðs er honum eignuð þessi vísa:[6]
Dætur á ég tvær.
Giftar eru þær
skíthælum tveim.
Svei báðum þeim.
En dreng á ég líka,
dável gáfaðan.
Guð blessi hann.
Þetta þykir heldur ósanngjarnt í garð þeirra bræðra Markúsar og Ásmundar Jónssona, eiginmanna Kristínar og Guðrúnar dætra Þorgríms, sem voru báðir sómamenn, greinilega er þetta ort í stríðni.
Grímur reyndist Þorgrími alldýr í rekstri meðan á námi hans stóð og olli foreldrum sínum áhyggjum vegna eyðslusemi og námsvals. Þorgrímur studdi son sinn rausnarlega til náms í Kaupmannahöfn, en þeir peningar nægðu Grími ekki og hann steypti sér í miklar skuldir. Finnur Magnússon prófessor gekk oft í ábyrgð fyrir hann til að forða Grími frá skuldafangelsi eða brottrekstri úr skóla og síðan þurfti að rukka Þorgrím, svo Þorgrímur fékk oft háa bakreikninga vegna skulda Gríms. Grímur mun hins vegar hafa þótt aðhaldssamur í landsfjármálum þegar hann sat á þingi á efri árum (1869–1892).
Grímur skráði sig á öðru ári, aðallega til að róa foreldra sína, í lögfræðinám sem þótti skynsamlegt fyrir framagjarna menn. En lögfræðinni sinni hann lítið og lagði í staðinn allt kapp á að læra bókmenntafræði, sem ekki þótti gefa miklar framavonir.
Kvennamál
breyta[3] Þegar Grímur var við nám og leigði úti í bæ, bjó í næsta herbergi jafnaldra hans,stúlka frá Fredericia á Jótlandi, Anna Magdalene Kragh [7] (3. júní 1819–28. mars 1903) sem var við kennaranám. Þeim Grími varð ágætlega til vina. Magdalene lauk námi sumarið 1842 og réð sig þá sem kennari til prófasts Hans Conrad Thoresen [8] á Sunnmæri í Noregi, sem var ekkill með fimm ung börn. Hún fann fljótlega að hún var vanfær. Í þá daga þótti ekki fínt að eiga barn utan hjónabands. Prófastur reyndist henni vel og þau fóru til Kaupmannahafnar þar sem Magdalene fæddi son vorið 1843. Barnið var skírt Peter Axel, sem var síðar breytt í Axel Peter Jensen og drengnum var komið í fóstur. Síðar sama ár gengu Magdalena og Thoresen í hjónaband. Þau fluttu til Bergen og eignuðust fjögur börn saman. Grímur hefur spurst fyrir um Magdalenu og hóf hann bréfaskipti við hana um 1850. Það varð til þess að Grímur tók að sér að greiða fyrir framfærslu drengsins og varð upp úr því mikil vinátta við Thoresen hjónin, sem entist meðan þau lifðu. Telja margir að Grímur hafi verið faðir drengsins [9] þó aldrei kynnti hann drenginn sem slíkan. Þegar Axel Peter var tvítugur sumarið 1863 sigldi hann til Íslands með dönsku herskipi að frumkvæði Gríms og heimsótti Ingibjörgu á Bessastaði og systur Gríms í Odda á Rangárvöllum. Ingibjörg sem var orðin blind tók í hendur drengsins og á að hafa sagt Þetta eru hendurnar hans Gríms míns. Drengurinn lærði til sjóliðsforingja og var í sjóhernum um skeið, en gekk síðan í verslunarflotann og bar beinin ungur í Kína.
Í Bergen kynntist Magdalena leikskáldunum og leikhússtjórunum Henrik Ibsen og Bjørnstjerne Bjørnson. Hún þýddi leikrit fyrir Bjørnson, en Ibsen giftist stjúpdóttur hennar, Súsönnu. Eftir að hún var orðin ekkja fékkst hún við skriftir, skrifaði m.a. leikrit og ferðabækur frá Noregi. Varð hún þekkt og virt fyrir skrif sín.
Meðan á starfsferli Gríms erlendis stóð vitjaði hann öðru hverju átthaganna, meðal annars sumarið 1866. Þá var Þuríður nokkur Þorgeirsdóttir vinnukona í Pálshúsi í Reykjavík. Hún ól dóttur 19. maí 1867 og sagði sínu nánasta skylduliði að Grímur Thomsen væri barnsfaðir hennar, þótt Jón Ólafsson, ógiftur maður á Sýruparti á Akranesi, væri lýstur faðir stúlkunnar í kirkjubókum. Ekki er hins vegar vitað til að Grímur hafi haft nein afskipti af barninu Sigurlaugu og hið meinta faðerni fór lengi leynt. Þuríður móðir barnsins dó aðeins fertug að aldri, úr veikindum, en hafði verið mjög heilsulaus um nokkurn tíma áður. Hún var á þeim tíma vinnukona hjá Grími Thomsen á Bessastöðum, en þar lést hún 24. maí 1870. [10]
Séra Jón Þorsteinsson var lengi prestur í Reykjahlíð og átti mörg börn á árunum 1808 til 1835. Eru niðjar hans kallaðir Reykjahlíðarætt. Á gamals aldri flutti hann til sonar síns séra Hallgríms Jónssonar prests á Hólmum í Reyðarfirði og tók með sér yngsta barnið Jakobínu Jónsdóttur (30. nóv. 1835–30. jan. 1919). Kona Hallgríms var heilsulítil og gengdi Jakobína ráðskonustörfum fyrir bróður sinn. Jakobína skrifaðist á við systur sína Sólveigu, sem var gift Jóni Sigurðssyni, alþingismanni á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hafa mörg bréfa þeirra verið birt í bókum Finns Sigmundssonar [11] og eins hefur Ríkisútvarpið flutt þætti þar sem lesið er úr þessum bréfum. 1865 fór Jakobína til Reykjavíkur og í Reykjavík naut hún meðal annars kennslu hjá Ágústu Johnson dóttur Gríms amtmanns, en Ágústa og Grímur Thomsen voru systkinabörn.
Þegar Grímur var sestur að á Bessastöðum þótti honum kominn tími til að festa ráð sitt. Hann skrifaði Jakobínu bónorðsbréf, en undirtektir hennar voru dræmar og skrifaði hún Sólveigu og bað um ráð. Grímur sá að það þurfti að fylga málinu eftir af festu, svo hann tók sér far með skipi til Reyðarfjarðar og bar upp erindið augliti til auglitis með þeim árangri að Jakobína játaðist honum. Séra Hallgrímur gaf þau saman skömmu síðar. Þetta var árið 1870 og Grímur var fimmtugur og Jakobína þrjátíu og fimm ára. Hjónabandið var farsælt. Þau eignuðust engin börn, en sum systkinabörn þeirra dvöldust langdvölum hjá þeim.
Stríðni Gríms
breytaÍ júní 1884 gekk Þóra Ágústa Ásmundsdóttir, dóttir Guðrúnar systur Gríms, að eiga séra Guðmund Helgason frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi og brúðkaupsveislan var haldin á Bessastöðum [12]. Grímur hélt ræðu í brúðkaupsveislunni og sagði að samanlagt væru brúðhjónin þrjár álnir (þ.e. sex fet) og þar af væri brúðguminn fimm fet og ellefu þumlungar. Af því mætti ráða hve brúðurin væri há. [6]
Sögusagnir af Grími og hinni belgísku tungu
breytaGrímur átti tal við háttsettan mann frá Belgíu. Sá fór að spyrja um ýmislegt frá Íslandi og meðal annars hvaða mál Íslendingar töluðu. Grímur svaraði því til að það væri íslenska, hin gamla norræna tunga Eddukvæðanna. Já, segir hinn, þið menntamennirnir. En hvaða mál talar skrílinn? Þá svaraði Grímur: Skríllinn. Hann talar auðvitað belgísku.
Kveðskapur Gríms
breytaGrímur sótti sér gjarnan yrkisefni í fortíðina að hætti rómantískra skálda og þótti nokkuð forn í hugsun.
Á meðal þekktustu kvæða Gríms eru kvæðin Á Sprengisandi („Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn...“) og Skúlaskeið („Þeir eltu hann á átta hófahreinum...“).
Í ritdómi um Ljóðmæli eptir Grím Thomsen (Nýtt safn, Gyldendal Kh. 1895) segir:
Hér er komin bók, sem óhætt er að setja í fremstu röð meðal íslenzkra ljóðabóka. Dr. Grímur Thomsen hefur áður sýnt og sýnir enn með þessum kvæðum sínum, að hann stendur ekki að baki neinu íslenzku skáldi hvorki fyrr né síðar. | ||
— Sigfús B. Blöndal, Bókafregn: Ljóðmæli eptir Grím Thomsen, Sunnanfari júní 1895, bls 90–92
|
Ekki voru allir svona jákvæðir í garð Gríms og skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri, sem mun hafa verið lítill aðdáandi Gríms, mjög harða og óvinveitta gagnrýni um kveðskap hans. [13] Hins vegar mun skáldið Páll Ólafsson, hálfbróðir Jóns hafa verið góður vinur Gríms. Þeir skiptust á vísum þar sem Grímur kveðst vera stirðara skáld en Páll og Páll samsinnir því.[3] En Páll var óvenju lipurt skáld (sbr: „Blessuð vertu sumarsól...“).
Sigurður Nordal skrifaði grein sem birtist í Eimreiðinni [14] þar sem hann fjallar um Grím og kveðskap hans og segir frá kostum hans og göllum. Talar Sigurður um rangar áherslur, sundurklofin orð, ófullkomna stuðlasetningu og skothent rím. En honum finnast gallarnir litlu máli skipta í samanburði við kosti kvæðanna.
Síðar í greininni skrifar Sigurður:
Í einni af níðgreinunum um skáldskap Gríms Thomsens frá árunum 1880–90 er komist svo að orði: „Um það efni sækir enginn maður sannleika né vit til Gríms bónda á Bessastöðum“. Ég hrökk við þegar ég las þessi orð fyrst. Því að í þessari grein er ekkert orð sagt, nema til hnjóðs eigi að vera, og það virðist vaka fyrir höfundi, að lítið hafi lagst fyrir Grím, doktorinn, legationsráðið, hofmanninn, að verða bóndi á Bessastöðum. En höfundur missir álíka marks og Danir gerðu á árunum, þegar þeir héldu að þeir gætu minkað Jón Sigurðsson með því að kalla hann „student Sigurdsson“. Grímur bóndi á Bessastöðum. Þetta er með hljómmestu setningunum í íslenskri sögu. Um þennan Grím, sem undir fimtugt hvarf heim til Íslands, afsalaði sér embætti sínu og heimsborgaralífi, og gerðist bóndi suður á Álftanesi, á óborna Íslendinga eftir að dreyma. Þeir munu sjá hann eins og honum hefir verið lýst fyrir mér, sitja við opinn ofninn, skara í glæðurnar og stara inn í glæðurnar. Í þessum glóðum sá hann fleiri forna stafi, gamlar minningar og torráðnar rúnir, en aðrir menn sem honum voru samlendir. |
||
— Sigurður Nordal, „Grímur Thomsen“, Eimreiðin, 1.–2. hefti 1923, bls. 13.
|
- Grímur Thomsen (1842). Folk, Publikum, Offentlig Mening. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1842). Om den nyfranske Poesi. Kaupmannahöfn. Hlaut önnur verðlaun í samkeppni.
- Grímur Thomsen (1845). Om Lord Byron. Kaupmannahöfn. Prófritgerð, metin sem doktorsritgerð með konungsúrskurði 1854.
- Grímur Thomsen; (dulnefni:Bölverkur Skarphéðinsson) (1845). En Stemme fra Island i Runamosagen. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1846). Om Islands Stilling i det Övrige Skandinavien. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1848). Les garanties anglo-francaises. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1852). Tiberius og Philip II. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1859). Taushed og Offentlighed. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1859). Limburgs Forbundsforhold. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1862). Antydninger om Frihandelen. Kaupmannahöfn.
- Grímur Thomsen (1969). Ljóðmæli. Mál og menning, Reykjavík. Fyrst gefin út af honum sjálfum 1880 og nokkrar útgáfur eftir það.
- Grímur Thomsen; Andrés Björnsson þýddi (1975). Íslenskar bókmenntir og heimsskoðun. Menningarsjóður, Reykjavík.
- Auk þess ýmsar greinar í blöðum og tímaritum.
- 1854 Dr. Phil.
- 1860 Legationsráð, en afsalaði sér nafnbótinni 1871.
- 1862 Riddari af Guelfaorðu
- 1863 Riddari af Dannebrogsorðu
- 1863 Kommandör af Leopoldsorðu Belga
- 1864 Riddari af frönsku heiðursfylkingunni
Neðanmálsgeinar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Kristmundur Bjarnason (2008). Amtmaðurinn á Einbúasetrinu. Iðunn, Reykjavík. ISBN 9789979104674.
- ↑ Bréf dómsmálastjórnarinnar til stiptamtmannsins yfir Íslandi, um lausn frá nafnbótum. Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands þriðja bindi 1. janúar 1875.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Kristmundur Bjarnason (2003). Lífsþorsti og leyndar ástir - Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsen og nokkurra samferðamanna. Hólar, Akureyri. ISBN 9979776218.
- ↑ Leit á vef Kirkjugarða
- ↑ H.C. Andersen og Grímur Thomsen., Martin Larsen, Skírnir 1. janúar 1952, bls. 178-194.
- ↑ 6,0 6,1 Munnmælasaga frá börnum Ásmundar sonar Þóru Ásmundsdóttur og Guðmundar Helgasonar.
- ↑ Magdalene Thoresen á dönsku Wikipediu og til á fleiri tungumálum.
- ↑ Hans Conrad Thoresen á norskri bókmáls Wikipediu.
- ↑ Æviágrip á heimasíðu Alþingis
- ↑ Fjölskylda og ættarleyndarmál Viðtal við Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð í Tímariti Morgunblaðsins 7. desember 2003.
- ↑ Finnur Sigmundsson (1961). Konur skrifa bréf: sendibréf 1797–1907. Bókfellssútgáfan, Reykjavík.
- ↑ Séra Guðmundur Helgason prófastur: Aldarminning. Kristleifur Þorsteinsson, Kirkjuritið 1. apríl 1953, bls. 90.
- ↑ Jón Ólafsson. „„Bókmentir“. Ritdómur um Ljóðmæli eftir Grím Thomsen“. Skuld, 12. mars. , 1881: 334–339. .
- ↑ Grímur Thomsen. Sigurður Nordal, Eimreiðin 1. janúar 1923, bls. 1–16.
- ↑ 15,0 15,1 Grímur Thomsen. Páll Eggert Ólason (ritstj.), Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, bls. 105–106.
Heimildir og ítarefni
breyta- Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.
- Aðalgeir Kristjánsson (ritstj.); Hjalti Snær Ægisson (ritstj.) (2011). Ekkert nýtt, nema veröldin: Bréfaskipti Gríms Thomsens og Brynjólfs Pérturssonar. Smárit Sögufélags, Reykjavík. ISBN 978-9979-9902-4-6.
- Finnur Sigmundsson (ritstj.) (1946). Húsfreyjan á Bessastöðum: Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns Gríms amtmanns. Hlaðbúð, Reykjavík.
- Finnur Sigmundsson (ritstj.) (1947). Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum: Bréf til Gríms Thomsen og varðandi hann 1838 til 1858. Hlaðbúð, Reykjavík.
- Jón Ólafsson. „„Bókmentir“. Ritdómur um Ljóðmæli eftir Grím Thomsen“. Skuld, 12. mars. , 1881: 334–339. .
- Jón Þorkelsson (yngri). „Grímur Thomsen“. Merkir Íslendingar 1. bindi. Bókfellsútgáfan, 1947: bls. 332–358. . Upprunalega birt í Andvara 1898.
- Katrín Jakobsdóttir (ritstj.) (2005). Skáldlegur barnshugur: H.C. Andersen og Grímur Thomsen. Mál og menning, Reykjavík.
- Kristján Jóhann Jónsson (2004). Kall tímans: um rannsóknir Gríms Thomsen á frönskum og enskum bókmenntum. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
- Kristján Jóhann Jónsson (2014). Grímur Thomsen: Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- Kristmundur Bjarnason (2003). Lífsþorsti og leyndar ástir - Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsen og nokkurra samferðamanna. Hólar, Akureyri. ISBN 9979776218.
- Thora Friðriksson. „Dr. Grímur Thomsen“. Merkir menn sem jeg hef þekkt. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1944: . .
Tenglar
breytaSkrif Gríms
breytaBundið mál
breyta- Nokkur ljóð eftir Grím Thomsen Geymt 16 febrúar 2020 í Wayback Machine
- Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen
- Skúlaskeið eftir Grím Thomsen
- Skúli fógeti birtist í Lesbók Morgunblaðsins 22. maí 1977
- Jólavers. Grímur Thomsen, Ísfirðingur, 15. desember 1979, bls. 5.
- Á Glæsivöllum. Grímur Thomsen, Prentarinn 1. janúar 1987, bls. 19.
- Tveir jólasöngvar. Matthías Jochumson og Grímur Thomsen, Sjómannablaðið Víkingur 1.desember 1946, bls. 289.
- Af því birtan aftur snýr. Grímur Thomsen, Fylgirit Þjóðviljans 10. desember 1964, bls. 496.
- Jólasumbl. Grímur Thomsen, Þjóðviljinn 22. desember 1946, bls. 1.
- Hemings–flokkur Áslákssonar; Grímur Thomsen, Andvari janúar 1885, bls. 216–224.
- Forngrísk kvæði. Þýtt hefur Grímur Thomsen, Tímarit hins Íslenska Bómenntafélags 1. janúar 1892, bls. 276–280.
Óbundið mál
breyta- Um Bjarna Thorarensen. Grímur Thomsen, Andvari 1. janúar 1948, bls. 74–86.
- Bréf frá París til Brynjólfs Péturssonar. Grímur Thomsen, Tímarit Máls og menningar 1. desember 1969, bls. 327–347.
- Þrjú bréf Gríms Thomsen til Gríms Jónssonar amtmanns. Aðalgeir Kristjánsson, Andvari 1. janúar 1983, bls. 65–69.
- Sendibréf frá Grími Thomsen til Jóns á Gautlöndum. Finnur Sigmundsson, Samtíðin 1. desember 1952, bls. 8–9.
Skrif annarra
breytaÆviágrip
breyta- Æviágrip á heimasíðu Alþingis
- Dr. Grímur Thomsen Ókunnur höfundur, Sunnanfari maí 1893, bls 97–99.
- Dr. Grímur Thomsen. Hjálmar Sigurðsson, Dagskrá 36. tbl. 2. desember 1896, bls. 141–142.
- Grímur Thomsen. Jón Þorkelsson (yngri) Andvari 1. janúar 1898, bls. 1–32.
- Grímur Thomsen minningagrein í Austurlandi 15. maí 1920.
- Grímur Thomsen. Páll Eggert Ólason (ritstj.), Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, bls. 105–106.
- Grímur Thomsen. Margrét Rasmus, Skólablaðið febrúar 1955, bls. 3–6 og 29.
- Grímur Thomsen. Fyrri hluti Eysteinn Sigurðsson, Samvinnan, 1. október 1970, bls. 43–45.
- Grímur Thomsen. Seinni hluti Eysteinn Sigurðsson, Samvinnan, 1. desember 1970, bls. 63–65.
Meira um Grím
breyta- Bessastaða–Grímur og sannleikurinn; Jón Ólafsson, Skuld 13. janúar 1882, bls. 2–3.
- Frá heimili Gríms Thomsen. Frú Sigrún Bjarnason, Lesbók Morgunblaðsins 6. febrúar 1944, bls. 36–40.
- Í vinnumennsku hjá Grími Thomsen Á.Ó., Lesbók Morgunblaðsins 24. júní 1951
- Í átthagana andinn leitar: Myndir og þættir úr lífi Gríms Thomsen. Gils Guðmundsson, Samvinnan 6. tbl 1. júní 1958, bls 14–15 og 27.
- Grímur Thomsen og Arnljótur Ólafsson. Arnór Sigurjónsson, Andvari 1. mars 1968, bls. 113–124.
- Ár úr ævi Gríms Thomsen. Andrés Björnsson, Skírnir 1. janúar 1973, bls. 75–84.
- Skapferli Gríms Thomsen: Nokkrar bendingar og vitnisburðir. Andrés Björnsson, Andvari 1. tbl 1. janúar 1990, bls. 106-119.
- Æskuár Gríms Thomsen. Tíminn - Helgin 16. febrúar 1991, bls. 9–11.
- Magister Klipfisk Kristján Jóhann Jónsson, Lesbók Morgunblaðsins 19. febrúar 2000.
Skáldið og verk hans
breyta- „Bókmentir“. Ritdómur um Ljóðmæli eftir Grím Thomsen; Jón Ólafsson, Skuld, 12. mars 1881, bls. 334–339.
- „Bókmentir“. Ljóðmæli Gríms Thomsen. Niðrlag; Jón Ólafsson, Skuld, 21. maí 1881, bls. 350–354.
- Grímur Thomsen: Ljóðmæli, Nýtt safn, Kmh (Gyldendal) 1895; Einar Benediktsson, Þjóðólfur 2. júní 1895, bls. 117–118.
- Bókafregn: Ljóðmæli eftir Grím Thomsen; Sigfús B. Blöndal, Sunnanfari júní 1895, bls. 90–92.
- Grímur Thomsen. Sigurður Nordal, Eimreiðin 1. janúar 1923, bls. 1–16.
- Grímur Thomsen (ritdómur). Einar H. Kvaran, Morgunn 1. tbl, 1. júní 1935, bls. 97–100.
- Um Hemmings flokk Áslákssonar eftir Grím Thomsen. Andrés Björnsson, Skírnir 1. janúar 1946, bls. 55–79
- Frá Grími Thomsen og kveðskap hans. Gísli Jónsson, Nýjar kvöldvökur júlí-september 1956, bls. 89–94.
- Skúlaskeið: Hvaða atburði hafði Grímur Thomsen í huga er hann orti hið fræga kvæði. Sigurður Ólason, Tíminn -Jólablað 24. desember 1956, bls. 2–3 og 30.
- Skáldið á Bessastöðum: Dr. Grímur Thomsen. Andrés Björnsson, Lesbók Morgunblaðið 20. janúar 1957, bls. 29–33.
- Um kvæði Gríms Thomsen: Halldór Snorrason. Arnheiður Sigurðardóttir, Eimreiðin 3. hefti 1. september 1962, bls. 249–266.
- Í gestagriðum Matthías Jóhannessen, Lesbók Morgunblaðsins 9. ágúst 1970.
- Sagnir og þjóðkvæði í skáldskap Gríms Thomsen. Hallfreður Örn Eiríksson, Gripla 1. hefti 1. janúar 1982, bls. 162–182.
- Í fornöldinni fastur ég tóri. Tíminn - Helgin 7. júlí 1990, bls. 9–11.
- Um Grím Thomsen og raunsæið. Andrés Björnsson, Andvari 1. janúar 1993, bls. 98–109.
- Um rómantík: Grímur Thomsen. Þórir Óskarsson, Skírnir 1. september 1996, bls 267–276.
- Lítið eitt um Grím Hannes Pétursson, Lesbók Morgunblaðsins 23. nóvember 1996
- Bergrisi á Bessastöðum: Grímur Thomsen, íslensk bókmenntasaga og rómantísk hugmyndafræði., Jón Yngvi Jóhannesson, Andvari 1. janúar 1998, bls. 68-85.
- Skáldin þrjú og þjóðin.. Hallfreður Örn Árnason, Gripla X 1. janúar 1998, bls. 197–263.
- Þýðingar Gríms Thomsen úr grísku. Kristján Árnason, Són 2. bindi 1. janúar 2004, bls. 91-112.
- Í silkisloprokk með tyrkneskan túrban á höfði: Grímur Thomsen og Kall tímans. Þórir Óskarsson, Andvari 1. janúar 2007, bls. 125–140.
- Barnafossar; Þórður Helgason, Són janúar 2012, bls. 151–167.
- Óðarfleyi fram er hrundið: Um rímur af Búa Andríðarsyni og Fríði Dofradóttur. Kristján Jóhann Jónsson, Són 10. hefti 1. janúar 2012, bls. 115–148.
- Grímur Thomsen og framandgerving Pindars. Svavar Hrafn Svavarsson, Milli mála 1. júní 2016, bls. 217–249.
- Hetjur og hugmyndir: Um endurritanir og túlkanir Gríms Thomsen á fornum textum., Kristján Jóhann Jónsson, Gripla 2019, bls. 187-213.
Byron
breyta- Grímur Thomsen og Byron. Richard Beck, Skírnir 1. janúar 1937, bls. 127–143.
H.C. Andersen
breyta- Andersen ævintýraskáld og Grímur Thomsen; Spiritus asper, Fjallkonan 17. tbl. 20. júní 1887, bls 67–68.
- H.C. Andersen og Ísland. Guðmundur Kamban, Unga Ísland 1. desember 1948, bls. 23–30.
- H.C. Andersen og Grímur Thomsen., Martin Larsen, Skírnir 1. janúar 1952, bls. 178-194.
Konur og börn
breyta- Þættir um Grím Thomsen og Magdalenu Thoresen: Fyrsti hluti. Kristmundur Bjarnason, Vikan 21. september 1967, bls. 10–11 og 28–36.
- Þættir um Grím Thomsen og Magdalenu Thoresen: Annar hluti. Kristmundur Bjarnason, Vikan 28. september 1967, bls. 18–19 og 48–49.
- Þættir um Grím Thomsen og Magdalenu Thoresen: Þriðji hluti, niðurlag. Kristmundur Bjarnason, Vikan 5. október 1967, bls. 14–15 og 44–45.
- Ástmær Gríms og tengdamóðir Ibsens. Einar Östved, Lesbók Morgunblaðsins 12. apríl 1970, bls. 1–2 og 7.
- Magdalene Thoresen og Grímur Thomsen; Fyrri grein Sveinn Ásgeirsson, Lesbók Morgunblaðsins 17. maí 1970.
- Magdalene Thoresen og Grímur Thomsen; Síðari grein Sveinn Ásgeirsson, Lesbók Morgunblaðsins 24. maí 1970.
- Leynist Grímur Thomsen í Pétri Gaut? Ólafur H. Torfason, Þjóðviljinn-Nýtt helgarblað 28. mars 1991, bls. 21.
- Sonar-torrek Gríms Thomsens; Aðalgeir Kristjánsson, Lesbók Morgunblaðsins 24. febrúar 1996, bls. 3 og 5-6.
- Fjölskylda og ættarleyndarmál Viðtal við Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð í Tímariti Morgunblaðsins 7. desember 2003.
Opinber skjöl
breyta- Bréf dómsmálastjórnarinnar til stiptamtmannsins yfir Íslandi, um lausn frá nafnbótum. Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands þriðja bindi 1. janúar 1875.
- Dómur: Ritstjóri Jón Ólafsson gegn Dr. Grími Thomsen og bæjarfógeta E. Th. Jónassen. Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenskum málum 1. janúar 1886, bls. 134–136.
- Dómur: Ritstjóri Jón Ólafsson gegn Dr. Grími Thomsen. Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenskum málum 1. janúar 1886, bls. 140–143.
Ýmislegt
breyta- Þegar Grímur Thomsen lék á konunglegan leyndarskjalavörð - og blaðamaður á Bismarc fursta Pétur Ólafsson, Lesbók Morgunblaðsins 9. október 1982.
- Púðursnjór eða lausamjöll. Pétur Pétursson, Morgunblaðið 25. mars 2001, bls. B19.
- Þegar Alþingi vildi ekki lögfesta Þjóðaréttinn. Þórarinn Þórarinsson, Tíminn 8. apríl 1971, bls. 8.
- Þing og stjórn. Fréttir frá Íslandi 1. tbl 1. janúar 1881, bls. 1–18.
- Gamanstef um Grím Thomsen. Iðunn - nýr flokkur 1. júlí 1916, bls. 172–173.
- Ættarveldi og alþýðufólk. Guðmundur Magnússon, Þjóðmál 1. desember 2012, bls. 49–50.
- Fyrstu blaðagreinar hérlendis um innlent brunabótafélag. Ingi R. Helgason, Morgunblaðið B 27. mars 1986, bls. 4–7.
Fyrirrennari: Gunnlaugur Þórðarson |
|
Eftirmaður: Gunnlaugur Þórðarson |