Indriði Einarsson (29. apríl 18511939) var frumherji í íslenskri leikritagerð og menntaður hagfræðingur. Hann fæddist og ólst upp á Húsabakka í Skagafirði. Móðir hans Euphemia var dóttir Gísla Konráðssonar og faðir hans Einar var prestsonur frá Glaumbæ í Skagafirði. Amma Indriða í föðurætt var systir Reynistaðabræðra. Indriði var fyrsti Íslendingur sem lauk prófi í hagfræði og var endurskoðandi landsreikninganna um langt skeið, uns hann gerðist skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann var leikritaskáld og frægustu leikverk hans eru Nýjársnóttin (útg. 1907), Dansinn í Hruna og Hellismenn. Indriði þýddi einnig Vetrarævintýri eftir William Shakespeare (óútgefið leikhandrit) og Víkingana á Hálogalandi, eftir Henrik Ibsen (en leikritið þýddi hann með Eggert Ó. Briem) (útg. 1892). Hann kom að stofnun Leikfélags Reykjavíkur árið 1897. Árið 1936 gaf hann út endurminningar sínar, sem nefndust: Sjeð og lifað: endurminningar. Hann lést þremur árum síðar.

Hann var þingmaður Vestmanneyinga frá 1890 til 1891. Indriði var oft gestur Jóns Sigurðssonar á heimili hans í Kaupmannahöfn.

Indriði var giftur Mörtu Guðjohnsen og átti með henni sex dætur: Eufemíu, Emilíu, Guðrúnu, Mörtu, Láru og Ingibjörgu; og tvo syni, Einar og Gunnar, sem tóku upp eftirnafnið Viðar. Einar var faðir Jórunnar Viðar, tónskálds, en lést ungur að árum. Gunnar Viðar varð bankastjóri Landsbanka Íslands. Ingibjörg giftist Ólafi Thors, sem varð forsætisráðherra Íslands.

Leikverk

breyta

Nýársnóttin (1871; endurskrifað fyrir sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1907)

Hellismenn (1873)

Sverð og bagall (1899)

Skipið sekkur (1903)

Stúlkan frá Tungu (1909)

Dansinn í Hruna (1925)

Síðasti víkingurinn (1936)

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.