Hrafnagil
þorp á Norðurlandi eystra
Hrafnagil er fornt höfuðból í Eyjafjarðarsveit, fyrrum Hrafnagilshreppur var kenndur við bæinn en þar var til ársins 1863 kirkjustaður og prestsetur hreppsins. Á Sturlungaöld var Þorgils skarði Böðvarsson veginn af Þorvarði Þórarinssyni á Hrafnagili um jólin 1258, ódæðið þótti afar níðingslegt og uppskar Þorvarður miklar óvinsældir vegna þess.
Hrafnagil | |
---|---|
![]() | |
![]() | |
Hnit: 65°35′N 18°4′V / 65.583°N 18.067°V | |
Land | Ísland |
Landshluti | Norðurland eystra |
Kjördæmi | Norðaustur |
Sveitarfélag | Eyjafjarðarsveit |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 379 |
Póstnúmer | 605 |
Vefsíða | esveit |
Í landi Hrafnagils hefur nú byggst samnefnt þorp þar sem 379 bjuggu í janúar 2024. Þar er Hrafnagilsskóli, grunnskóli Eyjafjarðarsveitar, og félagsheimili. Jarðhiti er á staðnum og er notaður til að hita upp nokkur gróðurhús en einnig eru þar borholur á vegum Norðurorku sem tengjast hitaveitunni á Akureyri.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.