Geirmundur Valtýsson

Geirmundur Valtýsson (fæddur 13. apríl 1944) er íslenskur tónlistarmaður, bóndi á Geirmundastöðum og fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki þar sem hann starfaði í yfir þrjá áratugi. Hann er stundum kallaður „sveiflukóngurinn“ og tónlistin sem hann flytur er stundum flokkuð sem „skagfirsk sveifla“.

Geirmundur hefur staðið á sviði frá árinu 1958, þegar hann var 14 ára gamall og verið síðan einn afkastamesti tónlistarmaður landsins. Hann hefur komið fram á öllum helstu tónlistar- og útihátíðum landsins, og sungið í án efa flestum félagsheimilum og tónleikahúsum landsins. Til dæmis var sett um sýning á skemmtistaðnum Broadway árið 1993 sem bar heitið ,,Í syngjandi sveiflu", þar sem lög Geirmundar voru flutt, en þar var hann fremstur í flokki ásamt söngvurunum Ara Jónssyni, Berglindi Björk Jónasdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttir, en þau höfðu öll sungið inn á flestar plöturnar hans fram að því og áttu síðar eftir að koma fram á fleirum. Hljómsveitarstjóri sýningarinnar var Magnús Kjartansson og voru sýndar 14 sýningar frá byrjun árs og fram á vor fyrir fullu húsi. Árið 2008 hélt Geirmundur upp á 50 ára „bransaafmæli“ í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann troðfyllti íþróttahúsið og mörghundruð manns mættu, fram komu þar ásamt honum meðal annars þau Magni Ásgeirsson, Óskar Pétursson, Magnús Kjartansson, Guðrún Gunnarsdóttir, Karlakórinn Heimir og fleiri.

Tvisvar hefur Geirmundur unnið Þjóðhátíðarlagakeppnina, árið 1991 með "Þjóðhátíð í Eyjum" sem hann flutti ásamt Eyjólfi Kristjánssyni, og svo 1998 með lagið "Við erum öll á þjóðhátíð" sem hann flutti ásamt Guðbjörgu Ingólfsdóttur.

Geirmundur gaf út sína fyrstu breiðskífu ,,Í syngjandi sveiflu" árið 1989, platan sló rækilega í gegn og seldist svo vel að hún fór í platinum, en í kringum jólin sama ár hafði platan selst í um 8.500 eintökum. Platan ,,Á fullri ferð" átti líka eftir að sláí gegn og fór í gull. Það er óhætt að segja að flestar plötur Geirmundar hafi slegið í gegn, og hefur hann verið duglegur við að koma ungu fólki á framfæri, til dæmis með plötunni ,,Skagfirðingar syngja" árið 2015, þar sem fjöldi ungra Skagfirðinga, ásamt eldri, sungu lög hans.

Plötur:Breyta

- "Í syngjandi sveiflu" (1989)

- "Á fullri ferð" (1991)

- "Geirmundur" (1993)

- "Lífsdansinn - Bestu lög Geirmundar Valtýssonar" (1995)

- "Bros" (1997)

- "Dönsum" (1999)

- "Alltaf eitthvað nýtt" (2002)

- "Ort í sandinn" (2003)

- "Látum sönginn hljóma" (2004)

- "Nú er ég léttur" (2005) - Safnplata

- "Jólastjörnur Geirmundar Valtýssonar" (2013)

- "Skagfirðingar syngja" (2015)

Þekkt lög:Breyta

  • „Nú er ég léttur“
  • „Lífsdansinn“
  • „Með vaxandi þrá“
  • „Þjóðhátíð í Eyjum“
  • ,,Ort í sandinn"
  • ,,Ég syng þennan söng"
  • ,,Á fullri ferð"

TenglarBreyta