Steingrímur Thorsteinsson

Steingrímur Thorsteinsson (19. maí 1831-21. ágúst 1913) var rektor (skólastjóri) Lærða skólans 1872-1913.

Steingrímur Thorsteinsson
Málverk af Steingrími eftir Sigurð málara.]]
Málverk af Steingrími
eftir Sigurð málara.
Fæddur 19. maí 1831
Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Látinn 21. ágúst 1913 (82 ára)
Þekktur fyrir Ljóð sín og þýðingar
Starf/staða Skáld og rektor Lærða skólans 1872-1913.
Börn Haraldur Hamar rithöfundur.
Foreldrar Bjarni Thorsteinsson amtmaður og Þórunn Hannesdóttir
Háskóli Hafnarháskóli

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin (grísku og latínu), sögu og norræn fræði. Hann kom til Íslands 1872 og gerðist þá kennari við Lærða skólann í Reykjavík og varð að lokum rektor hans og því embætti hélt hann til dauðadags.

Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku Þúsund og einni nótt og þýddi Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. Var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans Vorhvöt vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka.

Sonur Steingríms var Haraldur Hamar rithöfundur.

HeimildBreyta

  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.

TenglarBreyta

Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um: