Handrit ársins er verðlaunaflokkur á Edduverðlaununum fyrir kvikmyndahandrit. Verðlaun í þessum flokki hafa verið gefin árlega af ÍKSA frá árinu 2001. Fyrir þann tíma, eða árin 1999 og 2000 voru verðlaun gefin fyrir handrit undir flokknum fagverðlaun ársins en eina skiptið sem handrit vann þau verðlaun var árið 2000 þegar Baltasar Kormákur vann fagverðlaunin fyrir handrit 101 Reykjavík.

Verðlaunahafar

breyta
Ár Handritshöfundur Kvikmynd
2023 Mikael Torfason, Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson Verbúðin
2022 Valdimar Jóhannsson og Sjón Dýrið
2021 Ragnar Bragason Gullregn
2020 Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Agnes Joy
2019 Benedikt Erlingsson, Ólafur Egill Egilsson Kona fer í stríð
2018 Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Undir trénu
2017 Guðmundur Arnar Guðmundsson Hjartasteinn
2016 Grímur Hákonarson Hrútar
2015 Baldvin Z, Birgir Örn Steinarsson Vonarstræti
2014 Benedikt Erlingsson Hross í oss
2013 Óskar Þór Axelsson Svartur á leik
2012 Rúnar Rúnarsson Eldfjall
2011 Dagur Kári The Good Heart
2010 Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason Bjarnfreðarson
2008 Arnaldur Indriðason, Óskar Jónasson Reykjavík - Rotterdam
2007 Ragnar Bragason, Vesturport Foreldrar
2006 Ragnar Bragason, Vesturport Börn
2005 Dagur Kári, Rune Schjøtt Voksne mennesker
2004 Huldar Breiðfjörð Næsland
2003 Dagur Kári Pétursson Nói albínói
2002 Baltasar Kormákur, Ólafur Haukur Símonarson Hafið
2001 Ágúst Guðmundsson Mávahlátur
2000 Baltasar Kormákur 101 Reykjavík