Edduverðlaunin 2001

Edduverðlaunin 2001 voru þriðja afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Afhendingin fór fram á veitingastaðnum Broadway 11. nóvember 2001. Frá árinu áður bættust við tveir nýir verðlaunaflokkar, „Handrit ársins“ og „Sjónvarpsfréttamaður ársins“, og voru því veitt verðlaun í þrettán flokkum auk heiðursverðlauna ÍKSA. Einnig voru í fyrsta sinn stuttmyndir teknar með í flokknum „Sjónvarpsverk/leikið sjónvarpsefni ársins“. Almenningi gafst tækifæri til að hafa áhrif með netkosningu en mest vægi í öllum flokkum nema flokknum „vinsælasti sjónvarpsmaður ársins“ höfðu þó atkvæði meðlima akademíunnar.

Aðalkynnar kvöldsins voru Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður og Edda Heiðrún Backman, leikkona. Verðlaunaafhendingunni var sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu.

Mesta athygli vakti að kvikmyndin Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson hlaut alls tíu tilnefningar og sex verðlaun og var valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna.

Tilnefningar og handhafar Edduverðlaunanna 2001

breyta

Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir og gulllitaðir.

Kvikmynd Leikstjóri
Íkingút Gísli Snær Erlingsson
Mávahlátur Ágúst Guðmundsson
Villiljós Ásgrímur Sverrisson,
Dagur Kári,
Einar Þór Gunnlaugsson,
Inga Lísa Middleton og
Ragnar Bragason
Sjónvarsverk/stuttmynd Leikstjóri
Fóstbræður Ragnar Bragason
Krossgötur Sigurður Kaiser
Þá yrði líklega farin af mér feimni María Kristjánsdóttir
Handritshöfundur Kvikmynd
Ágúst Guðmundsson Mávahlátur
Huldar Breiðfjörð Villiljós
Jón Steinar Ragnarsson Íkingút
Leikstjóri Kvikmynd
Ágúst Guðmundsson Mávahlátur
Gísli Snær Erlingsson Íkingút
Ragnar Bragason Fóstbræður
Sjónvarpsfréttamaður Sjónvarpsstöð
Árni Snævarr Stöð 2
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Stöð 2
Ómar Ragnarsson RÚV
Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
Mósaík RÚV
Ok RÚV
Tantra - Listin að elska meðvitað Skjár einn
Sjónvarpsmaður
Logi Bergmann Eiðsson
Handhafi Kvikmynd
Hrönn Kristinsdóttir fyrir framkvæmdastjórn í Íkingút
Þorfinnur Guðnason fyrir klippingu í Lalli Johns
Páll Baldvin Baldvinsson fyrir dagskrárstjórn Tuttugasta öldin
Heimildarmynd Leikstjóri
Braggabúar Ólafur Sveinsson
Fiðlan Steinþór Birgisson
Lalli Johns Þorfinnur Guðnason
Leikkona Kvikmynd
Halldóra Geirharðsdóttir Þá yrði líklega farin af mér feimnin
Margrét Vilhjálmsdóttir Mávahlátur
Ugla Egilsdóttir Mávahlátur
Leikari Kvikmynd
Hjalti Rúnar Jónsson Íkingút
Jón Gnarr Fóstbræður
Pálmi Gestsson Íkingút
Leikkona Kvikmynd
Halldóra Geirharðsdóttir Mávahlátur
Kristbjörg Kjeld Mávahlátur
Sigurveig Jónsdóttir Mávahlátur
Leikari Kvikmynd
Björn Jörundur Friðbjörnsson Villiljós
Eyvindur Erlendsson Mávahlátur
Hilmir Snær Guðnason Mávahlátur
Handhafi
Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld fyrir framlag sitt til íslenskra bíómynda og sjónvarpsmynda.
Kvikmynd Leikstjóri
Íkingút Gísli Snær Erlingsson
Mávahlátur Ágúst Guðmundsson
Óskabörn þjóðarinnar Jóhann Sigmarsson
Villiljós Ásgrímur Sverrisson,
Dagur Kári,
Einar Þór Gunnlaugsson,
Inga Lísa Middleton og
Ragnar Bragason