Edduverðlaunin 2004

Edduverðlaunin 2004 voru afhending Edduverðlauna Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar á Hotel Nordica, 14. nóvember 2004. Aðalkynnar kvöldsins voru Kristján Kristjánsson og Helga Braga Jónsdóttir. Veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum, sem var einum færri en árið áður. Flokkarnir leikari og leikkona ársins annars vegar og leikari og leikkona í aukahlutverki hins vegar var skellt saman og fimm tilnefndir í hvorum flokknum í stað þriggja áður. Þá var aftur bætt við flokknum „Leikið sjónvarpsefni“ sem hafði verið felldur út árið áður. Flokkurinn „Fréttamaður ársins“ var einnig felldur út en í staðinn kom „Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi“.

Af kvikmyndum í fullri lengd bar mest á Kaldaljósi Hilmars Oddssonar með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki sem hlaut fimm edduverðlaun. Tvær heimildarmyndir sem báðar fjölluðu um Málverkafölsunarmálið fengu tilnefningu: Án titils eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, og Faux - Í þessu máli eftir Sólveigu Anspach.

Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2004 breyta

Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir.

Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki breyta

Leikari/leikkona Kvikmynd
Áslákur Ingvarsson Kaldaljós
Brynja Þóra Gunnarsdóttir Salt
Ingvar E. Sigurðsson Kaldaljós
Jón Sigurbjörnsson Síðasti bærinn
Þröstur Leó Gunnarsson Vín hússins

Leikari/leikkona ársins í aukahlutverki breyta

Leikari/leikkona Kvikmynd
Helga Braga Jónsdóttir Kaldaljós
Ilmur Kristjánsdóttir Dís
Kristbjörg Kjeld Kaldaljós
Snæfríður Ingvarsdóttir Kaldaljós
Þórunn Erna Clausen Dís

Skemmtiþáttur ársins breyta

Skemmtiþáttur Sjónvarpsstöð
Idol stjörnuleit Stöð 2
Spaugstofan RÚV
Svínasúpan Stöð 2

Sjónvarpsþáttur ársins breyta

Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
Sjálfstætt fólk Stöð 2
Í brennidepli RÚV
Fólk með Sirrý Skjár 1

Heimildarmynd ársins breyta

Heimildarmynd Leikstjóri
Blindsker Ólafur Jóhannesson
Faux - Í þessu máli Sólveig Anspach
Hestasaga Þorfinnur Guðnason
Love is in the air Ragnar Bragason
Öræfakyrrð Páll Steingrímsson

Hljóð og mynd breyta

Handhafi Kvikmynd
Steingrímur Þórðarson fyrir myndvinnslu í Sjálfstæðu fólki
Sigurður Sverrir Pálsson fyrir kvikmyndatöku í Kaldaljósi
Þorsteinn J. Vilhjálmsson fyrir framsetning í Án titils

Útlit myndar breyta

Handhafi Kvikmynd
Helga Rós Hannam fyrir búningahönnun í Svínasúpunni
Haukur Hauksson fyrir framsetningu í Í brennidepli
Úlfur Grönvold fyrir leikmynd í Anna afastelpa

Handrit ársins breyta

Handritshöfundur Kvikmynd
Huldar Breiðfjörð Næsland
Jón Gnarr Með mann á bakinu
Magnús Magnússon Öræfakyrrð

Leikstjóri ársins breyta

Leikstjóri Kvikmynd
Erla B. Skúladóttir Bjargvætturinn
Hilmar Oddsson Kaldaljós
Þorfinnur Guðnason Hestasaga

Bíómynd ársins breyta

Kvikmynd Leikstjóri
Dís Silja Hauksdóttir
Kaldaljós Hilmar Oddsson
Næsland Friðrik Þór Friðriksson

Stuttmynd ársins breyta

Stuttmynd Leikstjóri
Bjargvætturinn Erla B. Skúladóttir
Móðan Jón Karl Helgason
Síðustu orð Hreggviðs Grímur Hákonarson
Síðasti bærinn Rúnar Rúnarsson
Vín hússins Örn Marinó Arnarson og
Þorkell Harðarson

Leikið sjónvarpsefni ársins breyta

Sjónvarpsefni Leikstjóri
And Björk of course Lárus Ýmir Óskarsson
Mynd fyrir afa Tinna Gunnlaugsdóttir
Njálssaga Björn Brynjúlfur Björnsson

Tónlistarmyndband ársins breyta

Tónlistamyndband Hljómsveit Leikstjóri
„Sögustelpan“ Dúkkulísurnar Gunnar B. Guðmundsson
Stefán Benedikt Vilhelmsson
„Stop in the name of love“ Bang Gang Ragnar Bragason
„Just a little bit“ María Mena Ragnar Agnarsson

Heiðursverðlaun ÍKSA 2004 breyta

Handhafi
Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.

Sjónvarpsmaður ársins breyta

Handhafi
Ómar Ragnarsson