Ólafur Egill Egilsson
Ólafur Egill Egilsson (fæddur 12. október 1977) leikari og leikstjóri, handritshöfundur og leikskáld, sonur Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur.
Ólafur útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskólans vorið 2002 og hefur starfað með leikhópunum Vesturporti, Frú Emelíu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og Þjóðleikhúsinu. Lengst af sem leikari en einnig sem leikstjóri. Ólafur hlaut Grímuverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki 2005 og besta leik í aukahlutverki 2015. Ólafur var valinn Leikskáld ársins 2012 fyrir leikgerð sína á bók Auðar Jónsdóttur Fólkið í Kjallaranum.
Ólafur Egill lék eitt af aðalhlutverkum í kvikmynd Þráins Bertelssonar Einkalíf (1996) og í kvikmyndunum Brúðguminn (2008) og Brim (2010) og söng með rokkhljómsveitinni Niður frá 1995 til 1997. Ólafur skrifaði handrit kvikmyndanna Brúðguminn, Brim, Eiðurinn og Kona fer í stríð. Fyrir handritið að kona fer í stríð unnu Ólafur og meðhöfundur hans og leikstjóri kvikmyndarinnar Benedik Erlingsson SACD verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs auk hinna íslensku Eddu verðlauna.
Tengill
breytaÓlafur Egill Egilsson á Internet Movie Database