Edduverðlaunin 2000
Edduverðlaunin 2000 voru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 19. nóvember árið 2000. Veitt voru verðlaun í ellefu flokkum, en nýir flokkar voru leikari og leikkona í aukahlutverkum. Auk þess var tekið upp á þeirri nýjung að velja sjónvarpsmann ársins í netkosningu sem fram fór á vefnum mbl.is. Stjórnendur voru Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona.
Mikið var rætt um kosningasmalanir, áróður og jafnvel mútur fyrir kosningu akademíunnar úr tilnefningum dómnefndar. Almenningur gat einnig kosið í öllum flokkum á mbl.is og giltu þau atkvæði 30% á móti 70% vægi atkvæða akademíunnar nema í kosningunni um sjónvarpsmann ársins þar sem atkvæði almennings giltu 100%.
Kvikmyndin Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson, byggð á bók Einars Más Guðmundssonar, hlaut flestar tilnefningar, átta talsins og sjö verðlaun auk þess að vera valin sem framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna.
Tilnefningar og handhafar EdduverðlaunannaBreyta
Handhafar verðlauna í hverjum flokki eru feitletraðir.
Bíómynd ársinsBreyta
Kvikmynd | Leikstjóri |
---|---|
Englar alheimsins | Friðrik Þór Friðriksson |
101 Reykjavík | Baltasar Kormákur |
Íslenski draumurinn | Róbert Douglas |
Leikstjóri ársinsBreyta
Leikstjóri | Kvikmynd |
---|---|
Friðrik Þór Friðriksson | Englar alheimsins |
Baltasar Kormákur | 101 Reykjavík |
Óskar Jónasson | Úr öskunni í eldinn |
Leikari ársinsBreyta
Leikari | Kvikmynd |
---|---|
Ingvar E. Sigurðsson | Englar alheimsins |
Hilmir Snær Guðnason | 101 Reykjavík |
Þórhallur Sverrisson | Íslenski draumurinn |
Leikkona ársinsBreyta
Leikkona | Kvikmynd |
---|---|
Björk Guðmundsdóttir | Myrkradansarinn |
Hanna María Karlsdóttir | 101 Reykjavík |
Victoria Abril | 101 Reykjavík |
Leikari ársins í aukahlutverkiBreyta
Leikari | Kvikmynd |
---|---|
Björn Jörundur Friðbjörnsson | Englar alheimsins |
Baltasar Kormákur | Englar alheimsins |
Jón Gnarr | Íslenski draumurinn |
Leikkona ársins í aukahlutverkiBreyta
Leikkona | Kvikmynd |
---|---|
Kristbjörg Kjeld | Fíaskó |
Margrét Helga Jóhannsdóttir | Englar alheimsins |
Laufey Brá Jónsdóttir | Íslenski draumurinn |
Heimildarmynd ársinsBreyta
Heimildarmynd | Leikstjóri |
---|---|
Staðarákvörðun óþekkt | Egill Eðvarðsson |
Síðasti valsinn | Magnús Viðar Sigurðsson |
Erró - norður, suður, austur, vestur | Ari Alexander Ergis Magnússon |
Sjónvarpsþáttur ársinsBreyta
Sjónvarpsþáttur | Sjónvarpsstöð |
---|---|
Silfur Egils | Skjár einn |
Ísland í bítið | Stöð 2 |
Pétur og Páll | Skjár einn |
Sjónvarpsverk ársinsBreyta
Sjónvarpsverk | Leikstjóri |
---|---|
Úr öskunni í eldinn | Óskar Jónasson |
Fóstbræður | Sigurjón Kjartansson |
Ormstunga - ástarsaga | Ragnar Bragason og Peter Enquist |
Sjónvarpsmaður ársinsBreyta
Handhafi |
---|
Erpur Eyvindarson („Johnny National“) |
Fagverðlaun ársinsBreyta
Handhafi | Kvikmynd |
---|---|
Kjartan Kjartansson fyrir hljóðhönnun í | Englum alheimsins, 101 Reykjavík, Fíaskó og Myrkrahöfðingjanum |
Baltasar Kormákur fyrir handrit að | 101 Reykjavík |
Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlist í | Englum alheimsins |
Heiðursverðlaun ÍKSA 2000Breyta
Handhafi |
---|
Þorgeir Þorgeirson, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og þýðandi |
Framlag Íslands til forvals ÓskarsverðlaunannaBreyta
Kvikmynd | Leikstjóri |
---|---|
Myrkrahöfðinginn | Hrafn Gunnlaugsson |
Fíaskó | Ragnar Bragason |
Englar alheimsins | Friðrik Þór Friðriksson |
101 Reykjavík | Baltasar Kormákur |
Íslenski draumurinn | Róbert Douglas |