Silja Hauksdóttir (f. 12. janúar 1976) er íslenskur rithöfundur og leikstjóri. Hún skrifaði bókina Dís með tveimur vinkonum sínum, Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýju Sturludóttur og leikstýrði síðar samnefndri kvikmynd sem er byggð á bókinni. Kvikmyndin Dís var frumsýnd árið 2003. Hún leikstýrði tvemur skaupum 2008 og 2014. Einnig leikstýrði hún fjórðu seríu Stelpnana árið 2007 - 2008 og rómantísku gamanþáttunum Ástríði, 2009 og 2013.

  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.