Óskar Þór Axelsson

Óskar Þór Axelsson (f. 28. júní 1973) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Fyrsta kvikmynd Óskars í fullri lengd er Svartur á leik (2012) sem er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Stefán Mána. Önnur kvikmynd Óskars, Ég man þig (2017), er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Yrsu Sigurðardóttur. Óskar hefur einnig leikstýrt sjónvarpsþáttum, 5 þáttum af Ófærð og fyrstu þáttaröðinni um glæfrakvendið Stellu Blómkvist.

Óskar Þór Axelsson
Fæddur28. júní 1973
StörfKvikmyndaleikstjóri,
handritshöfundur

Kvikmyndir breyta

Tenglar breyta