Dagur Kári

íslenskur kvikmyndagerðarmaður
(Endurbeint frá Dagur Kári Pétursson)

Dagur Kári Pétursson (f. 12. desember 1973) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður. Hann er sonur rithöfundarins Péturs Gunnarssonar.[1] Hann fæddist í París í Frakklandi, en fjölskyldan fluttist til Íslands þegar hann var þriggja ára gamall. Dagur Kári útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Danmerkur árið 1999.[2] Stuttmynd hans Lost Weekend vann 11 verðlaun á erlendum kvikmyndahátíðum.[3]

Dagur Kári
Fæddur
Dagur Kári Pétursson

12. desember 1973 (1973-12-12) (51 árs)
París í Frakklandi
ÞjóðerniÍslenskur
Störf
  • Kvikmyndaleikstjóri
  • Handritshöfundur
  • Tónlistarmaður

Dagur Kári skip­ar ásamt Orra Jóns­syni tví­menn­ings­hljóm­sveit­ina Slowblow. Hljóm­sveit­in hef­ur gefið út þrjár breiðskíf­ur og samið tónlist fyr­ir tvær af mynd­um Dags Kára, Nóa al­bínóa og Fullorðið fólk.[4]

Kvikmyndaskrá

breyta
Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill Athugasemdir
1999 Old Spice Stuttmynd
Lost Weekend Stuttmynd
2001 Villiljós Hluti: Líkið í lestinni
2003 Nói albínói
2005 Voksne mennesker Fullorðið fólk
2009 The Good Heart
2015 Fúsi
2017 Norskov (2015-2017) Sjónvarpsþáttur

3 þættir

2021 Utmark Sjónvarpsþáttur

Einnig höfundur 1 þáttur

2022 Borgen (2010-2022) Borgin eða Höllin Sjónvarpsþáttur

2 þættir

2023 Hygge!

Tilvísanir

breyta
  1. „Feðgarnir Pétur Gunnarsson og Dagur Kári Pétursson - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 14 nóvember 2024.
  2. „Fúsi – Ísland“.
  3. „Dagur Kári - Biography“. IMDb (bandarísk enska). Sótt 10 október 2023.
  4. „Dagur Kári fékk Íslensku bjartsýnisverðlaunin“. www.mbl.is. Sótt 14 nóvember 2024.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.