Edduverðlaunin 2006

Edduverðlaunin 2006 eru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Hótel Nordica, sunnudaginn 19. nóvember 2006. Þær breytingar urðu á verðlaunaflokkum að flokkurinn „klipping og myndataka“ sem tekinn var upp árið áður var lagður niður aftur og sömuleiðis „tónlistarmyndband ársins“ sem hafði verið með frá 2002 þar sem ákveðið var að verðlaun fyrir besta myndbandið yrðu veitt á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006 sem verða haldin í janúar 2007. Aðalkynnar kvöldins voru Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

Veggspjald kvikmyndarinnar Mýrin

Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák eftir sögu Arnaldar Indriðasonar var aðsópsmest á hátíðinni með fimm verðlaun.

Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2006 breyta

Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir og gulllitaðir.

Bíómynd ársins breyta

Titill Leikstjóri
Blóðbönd Árni Ólafur Ásgeirsson
Börn Ragnar Bragason
Mýrin Baltasar Kormákur

Leikstjóri ársins breyta

Leikstjóri Kvikmynd
Árni Ólafur Ásgeirsson Blóðbönd
Baltasar Kormákur Mýrin
Ragnar Bragason Börn

Leikari/leikkona í aðalhlutverki breyta

Leikari/Leikkona Kvikmynd
Gísli Örn Garðarsson Börn
Hilmar Jónsson Blóðbönd
Ingvar E. Sigurðsson Mýrin
Nína Dögg Filippusdóttir Börn
Ólafur Darri Ólafsson Börn

Leikari/leikkona í aukahlutverki breyta

Leikari/Leikkona Kvikmynd
Atli Rafn Sigurðarson Mýrin
Halldór Gylfason „Ævintýri“ í Stundinni okkar
Laufey Elíasdóttir Blóðbönd
Margrét Helga Jóhannsdóttir Börn
Ólafía Hrönn Jónsdóttir Allir litir hafsins eru kaldir

Handrit ársins breyta

Handritshöfundur Kvikmynd
Sjón Anna og skapsveiflurnar
Árni Ólafur Ásgeirsson, Jón Atli Jónasson og Denijal Hasanovic Blóðbönd
Ragnar Bragason og Vesturport Börn

Stuttmynd ársins breyta

Stuttmynd Leikstjóri
Anna og skapsveiflurnar Gunnar Karlsson
Góðir gestir Ísold Uggadóttir
Midnight Eyrún Eyjólfsdóttir

Leikið sjónvarpsefni ársins breyta

Sjónvarpsefni Sjónvarpsstöð
Allir litir hafsins eru kaldir RÚV
Sigtið Skjár 1
Stelpurnar Stöð 2

Skemmtiþáttur ársins breyta

Skemmtiþáttur Sjónvarpsstöð
Jón Ólafs RÚV
KF Nörd Sýn
Strákarnir Stöð 2

Sjónvarpsþáttur ársins breyta

Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
Fyrstu skrefin Skjár 1
Græna herbergið RÚV
Innlit/útlit Skjár 1
Kompás Stöð 2
Sjálfstætt fólk Stöð 2

Heimildarmynd ársins breyta

Heimildarmynd Leikstjóri
Act Normal Ólafur Jóhannesson
Ekkert mál Steingrímur Jón Þórðarson
Skuggabörn Lýður Árnason og Jóakim Reynisson

Útlit myndar breyta

Handhafi Kvikmynd
Gunnar Karlsson fyrir þrívíddarhönnun/útlit í Anna og skapsveiflurnar
Karl Júlíusson fyrir leikmynd í A Little Trip to Heaven
Óttar Guðnason fyrir kvikmyndatöku í A Little Trip to Heaven

Hljóð og tónlist breyta

Handhafi Kvikmynd
Kjartan Kjartansson fyrir hljóðvinnsla í Allir litir hafsins eru kaldir
Mugison fyrir tónlist í Mýrin og A Little Trip to Heaven
Pétur Þór Benediktsson fyrir tónlist í Börn

Heiðursverðlaun ÍKSA 2006 breyta

Nafn
Magnús Scheving

Sjónvarpsmaður ársins breyta

Nafn
Ómar Ragnarsson

Framlag Íslands til forvals Óskarsins breyta

Kvikmynd Leikstjóri
Börn Ragnar Bragason
Blóðbönd Árni Ásgeirsson