Edduverðlaunin 2003

Edduverðlaunin 2003 voru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem fór fram á Hótel Nordica, föstudagskvöldið 10. október 2003. Aðalkynnar á hátíðinni voru Eva María Jónsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson. Þær breytingar urðu á verðlaunaflokkum að flokkurinn „leikið sjónvarpsverk ársins“ var lagður niður og voru því veitt verðlaun í fimmtán flokkum auk heiðursverðlauna ÍKSA.

Veggspjald kvikmyndarinnar Nói albínói

Kvikmynd Dags Kára, Nói albínói, var tvímælalaust sigursælust á þessari afhendingu með tíu tilnefningar og sex verðlaun auk þess að vera valin sem framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna.

Tilnefningar og handhafar Edduverðlaunanna

breyta

Handhafar verðlauna í hverjum flokki eru feitletraðir.

Leikari Kvikmynd
Ólafur Darri Ólafsson Fullt hús
Tómas Lemarquis Nói albínói
Þórhallur Sigurðsson Stella í framboði
Leikkona Kvikmynd
Edda Björgvinsdóttir Stella í framboði
Elodie Bouchez Stormviðri
Sigurlaug Jónsdóttir (Didda) Stormviðri
Leikari Kvikmynd
Hjalti Rögnvaldsson Nói albínói
Þorsteinn Gunnarsson Nói albínói
Þröstur Leó Gunnarsson Nói albínói
Leikkona Kvikmynd
Anna Friðriksdóttir Nói albínói
Edda Heiðrún Backman Áramótaskaupið 2002
Elín Hansdóttir Nói albínói
Sjónvarpsþáttur Sjónvarpsstöð
Áramótaskaupið 2002 RÚV
Fólk með Sirrý Skjár einn
Laugardagskvöld með Gísla Marteini RÚV
Sjálfstætt fólk Stöð 2
Popppunktur Skjár einn
Spaugstofan RÚV
Fréttamaður Sjónvarpsstöð
Brynhildur Ólafsdóttir Stöð 2
Egill Helgason Skjár einn
Ómar Ragnarsson RÚV
Heimildarmynd Leikstjóri
Á meðan land byggist Ómar Ragnarsson
Ég lifi - Vestmannaeyjagosið 1973 Magnús Viðar Sigurðsson
Hlemmur Ólafur Sveinsson
Hrein og bein Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson
Mótmælandi Íslands Jón Karl Helgason og Þóra Fjelsted
Handhafi Kvikmynd
Jón Karl Helgason fyrir kvikmyndatöku og klippingu í Mótmælandi Íslands
Rasmus Videbæk fyrir Kvikmyndatöku í Nói albínói
Sigur Rós fyrir tónlist í Hlemmur
Handhafi Kvikmynd
Bjarki Rafn Guðmundsson tæknibrellur í Karamellumyndin
Jón Steinar Ragnarsson leikmynd í Nói albínói
Stígur Steinþórsson leikmynd í Karamellumyndin
Handritshöfundur Kvikmynd
Dagur Kári Pétursson Nói albínói
Gunnar B. Guðmundsson Karamellumyndin
Ólafur Sveinsson Hlemmur
Leikstjóri Kvikmynd
Dagur Kári Pétursson Nói albínói
Gunnar B. Guðmundsson Karamellumyndin
Ólafur Sveinsson Hlemmur
Kvikmynd Leikstjóri
Nói albínói Dagur Kári Pétursson
Stella í framboði Guðný Halldórsdóttir
Stormviðri Sólveig Anspach
Stuttmynd Leikstjóri
Burst Reynir Lyngdal
Karamellumyndin Gunnar B. Guðmundsson
Tíu Laxnesmyndir Ýmsir
Tónlistamyndband Hljómsveit Leikstjóri
„Allt sem ég sé“ Írafár Guðjón Jónsson
„Life in a fish bowl“ Maus Björn og Börkur
„Mess it up“ Quarashi Gaukur Úlfarsson
Handhafi
Knútur Hallsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fyrir framlag sitt til kvikmyndamála á Íslandi.
Handhafi Sjónvarpsstöð
Gísli Marteinn Baldursson RÚV
Kvikmynd
Nói albínói