Opna aðalvalmynd

Bikarkeppni HSÍ (karlar)

Bikarkeppni HSÍ í karlaflokki er íslenskt handknattleiksmót sem haldið hefur verið árlega frá 1974. Keppt var um Breiðholtsbikarinn sem gefinn var af Byggingarfélaginu Breiðholti. Fimleikafélag Hafnarfjarðar vann Breiðholtsbikarinn til eignar árið 1977 og gaf HSÍ nýjan bikar í hans stað.

Coca-Cola bikar karla
Current sport.svg Coca-Cola bikarinn 2018-2019
Cocacolabikarinn.jpg
Stofnað
1974
Ríki
Fáni Íslands Ísland
Fjöldi liða
24
Núverandi meistarar (2018-2019)
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH (6)
Sigursælasta lið
Valur.png Valur (10)

Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og hefur úrslitaleikurinn frá upphafi farið fram í Laugardalshöllinni. Í seinni tíð hafa úrslitin í bikarkeppni kvenna farið fram sama dag.

SigurvegararBreyta

Titlar eftir félögumBreyta

Félag Titlar Ár
  Valur 10 1974, 1988, 1990, 1993, 1998, 2008, 2009, 2011, 2016, 2017
  Haukar 7 1980, 1997, 2001, 2002, 2010, 2012, 2014
  Víkingur 6 1978, 1979, 1983, 1984, 1985, 1986
  FH 6 1975, 1976, 1977, 1992, 1994, 2019
  Stjarnan 4 1987, 1989, 2006, 2007
  KA 3 1995, 1996, 2004
  ÍBV 3 1991, 2015, 2018
  ÍR 2 2005, 2013
  Þróttur R. 1 1981
  KR 1 1982
  Afturelding 1 1999
  Fram 1 2000
  HK 1 2003

Sjá lista yfir titla í íslenskum íþróttum