Bikarkeppni HSÍ (karlar)
Bikarkeppni HSÍ í karlaflokki (Powerade bikar karla) er íslenskt handknattleiksmót sem haldið hefur verið árlega frá 1974. Keppt var um Breiðholtsbikarinn sem gefinn var af Byggingarfélaginu Breiðholti. Fimleikafélag Hafnarfjarðar vann Breiðholtsbikarinn til eignar árið 1977 og gaf HSÍ nýjan bikar í hans stað.
Stofnuð | 1974 |
---|---|
Ríki | Ísland |
Fjöldi liða | 24 |
Núverandi meistarar | Valur (13) (2024) |
Sigursælasta lið | Valur (13) |
Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og fór úrslitaleikurinn fram í Laugardalshöllinni fram til 2020 en vegna bólusetningarherferðar gegn Covid-19 fóru úrslitaleikirnir árin 2021 og 2022 fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Í seinni tíð hafa úrslitin í bikarkeppni kvenna farið fram sama dag.
Sigurvegarar
breytaTitlar eftir félögum
breytaFélag | Titlar | Ár |
---|---|---|
Valur | 13 | 1974, 1988, 1990, 1993, 1998, 2008, 2009, 2011, 2016, 2017, 2021, 2022, 2024 |
Haukar | 7 | 1980, 1997, 2001, 2002, 2010, 2012, 2014 |
FH | 6 | 1975, 1976, 1977, 1992, 1994, 2019 |
Víkingur | 6 | 1978, 1979, 1983, 1984, 1985, 1986 |
ÍBV | 4 | 1991, 2015, 2018, 2020 |
Stjarnan | 4 | 1987, 1989, 2006, 2007 |
KA | 3 | 1995, 1996, 2004 |
Afturelding | 2 | 1999, 2023 |
ÍR | 2 | 2005, 2013 |
HK | 1 | 2003 |
Fram | 1 | 2000 |
KR | 1 | 1982 |
Þróttur R. | 1 | 1981 |