Handknattleiksárið 1978-79

Handknattleiksárið 1978-79 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1978 og lauk vorið 1979. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni á Spáni og hafnaði í fjórða sæti.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Valur 25
  Víkingur 23
  FH 13
  Haukar 13
  Fram 11
  ÍR 10
  HK 9
  Fylkir 8

Fylkir féll niður um deild. HK fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar. Markakóngur var Geir Hallsteinsson, FH, með 95 mörk.

2. deild

breyta

KR sigraði í 2. deild og tók sæti Fylkis í 1. deild. Þór Vestmannaeyjum hafnaði í öðru sæti og fór í umspilsleiki við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  KR 20
  Þór Ve. 19
  KA 18
  Ármann 16
  Þór Ak. 15
  Þróttur 14
  Stjarnan 10
  Leiknir 0

Leiknir féll í 3. deild. Stjarnan fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

3. deild

breyta

Týr Vestmannaeyjum sigraði í 3. deild og færðist upp um deild. Afturelding hafnaði í öðru sæti og komst í umspil við næstneðsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Týr Ve. 27
  Afturelding 20
  Breiðablik 14
  Grótta 12
Dalvík 12
  ÍA 10
  ÍBK 10
  Njarðvík 7


Úrslitaleikir um sæti í 2. deild

  • Stjarnan - Afturelding 25:23
  • Afturelding - Stjarnan 15:13
  • Leikmenn Aftureldingar fögnuðu sigri vegna fleiri marka á útivelli. Reglur HSÍ þóttu hins vegar ekki nægilega skýrar svo ákveðið var að leika oddaleik.

Oddaleikur um sæti í 2. deild

  • Afturelding - Stjarnan 16:13

Bikarkeppni HSÍ

breyta

Víkingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn ÍR. 21 lið tók þátt í mótinu.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

  • Valur – Víkingur 19:20
  • ÍR – FH 19:18

Úrslitaleikur

  • Víkingur – ÍR 20:13

Evrópukeppni

breyta

Evrópukeppni meistaraliða

breyta

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.

1. umferð

  • IL Refstad (Noregi) - Valur 16:14
  • Valur - IL Refstad 14:12
  • Valsmenn komust áfram á fleiri mörkum á útivelli.

16-liða úrslit

  • Valur - Dinamo Búkarest, (Rúmeníu) 19:25 & 20:20

Evrópukeppni bikarhafa

breyta

Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.

1. umferð

  • Víkingur - Halewood Forum (Bretlandi) Halewood gaf leikina.

16-liða úrslit

  • Víkingur - Ystads IF (Svíþjóð) 23:19
  • Ystads IF - Víkingur 23:24
  • Víkingar voru dæmdir úr keppni vegna óspekta að leik loknum.

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Fram sigraði í 1. deild. Breiðablik hafnaði í neðsta sæti og féll í 2. deild. Víkingur varð í næstneðsta sæti og átti að leika í umspili við næstefsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Fram 24
  Valur 21
  FH 19
  Haukar 15
  KR 14
  Þór Ak. 8
  Víkingur 6
  Breiðablik 5

2. deild

breyta

Grindavík sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki við ÍBK. Grindvíkingar færðust upp í 1. deild en Keflvíkingar áttu að leika í umspili við næstneðsta lið 1. deildar. Sjö lið kepptu í deildinni og léku þau tvöfalda umferð.

Félag Stig
  ÍBK 17
  Grindavík 17
  Þróttur 16
  ÍR 16
  Þór Ve. 10
  Njarðvík 4
  Fylkir 1

Úrslitaleikir

  • Keflavík - Grindavík 8:8
  • Grindavík - Keflavík 8:5

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

  • Einvígi Keflavíkur og Víkings um sæti í 1. deild átti að hefjast tveimur dögum eftir seinni úrslitaleikinn í 2. deild. Til að mótmæla þeirri leikjaniðurröðun neituðu Keflvíkingar að mæta til leiks og héldu Víkingsstúlkur því sæti sínu í 1. deild án keppni.

Bikarkeppni HSÍ

breyta

Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn KR. 13 lið tóku þátt í mótinu.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

  • Fram - KR 11:8

Evrópukeppni

breyta

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið

breyta

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni á Spáni snemma árs 1979. Markmið íslenska liðsins var að hafna í öðru tveggja efstu sætanna og komast þannig á Ólympíuleikana 1980.

Forriðill

Milliriðill

Leikur um 3. sæti