Handknattleiksárið 1974-75

Handknattleiksárið 1974-75 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1974 og lauk vorið 1975. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valsstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók á Norðurlandamóti í handknattleik en árangurinn olli vonbrigðum.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Víkingur 23
  Valur 18
  FH 16
  Fram 16
  Haukar 13
  Ármann 13
  Grótta 8
  ÍR 5

ÍR féll niður um deild. Markakóngur var Hörður Sigmarsson, Haukum, með 125 mörk sem var markamet.

2. deild

breyta

Þróttarar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu, þjálfari þeirra var Bjarni Jónsson. Stjarnan féll niður í 3. deild. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Þróttur R. 25
  KA 23
  KR 20
  Þór Ak. 14
  Fylkir 13
  Breiðablik 8
  ÍBK 6
  Stjarnan 3

3. deild

breyta

Leiknir sigraði í 3. deild og tók sæti Stjörnunnar í 2. deild. Þjálfari Leiknis var Hermann Gunnarsson.

Suðurriðill

Leiknismenn sigruðu í Suðurriðlinum. Fjögur lið tóku þátt og léku tvöfalda umferð.

Félag Stig
  Leiknir R. 12
  Afturelding 8
  ÍA 4
  Víðir 0

Norðurriðill

Leiftur Ólafsfirði sigraði í Norðurriðlinum. Tvö lið tóku þátt.

  • Leiftur - Dalvík 28:23
  • Dalvík - Leiftur (Dalvík gaf)

Austurriðill

Huginn Seyðisfirði sigraði í Austurriðlinum. Leikin var tvöföld umferð.

Félag Stig
  Huginn 6
  Þróttur N. 4
  Austri Eskifirði 2

Úrslitakeppni

  • Leiknir – Huginn 44:16
  • Leiftur – Huginn 25:17
  • Leiknir – Leiftur 36:18

Bikarkeppni HSÍ

breyta

FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Fram. 3. deildarlið Leiknis komst alla leið í undanúrslitin.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

Evrópukeppni

breyta

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit, þar sem þeir töpuðu fyrir ASK Vorwärts Frankfurt, sem varð að lokum Evrópumeistari.

1. umferð

16-liða úrslit

  • FH - TSV St. Otmar St. Gallen Sviss 19:14 og 23:23

8-liða úrslit

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Úrslitaleikur mótsins var jafntefli Vals og Fram, 11:11.

Félag Stig
  Valur 27
  Fram 25
  Ármann 15
  FH 12
  Breiðablik 10
  KR 9
  Víkingur 7
  Þór Ak. 6

Þór Akureyri féll niður um deild.

2. deild

breyta

ÍBK sigraði í 2. deild og tók sæti Þórs Akureyri.

A-riðill

Félag Stig
  ÍBK 12
  Grindavík 6
  KA 4
  Stjarnan 2

B-riðill

Félag Stig
  Njarðvík 14
  Haukar 11
  Þróttur R. 6
  ÍR 4
  Grótta 3

Úrslitaleikur

  • ÍBK - Njarðvík 10:5

Evrópukeppni

breyta

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið

breyta

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var þátttaka á Norðurlandamóti í handknattleik. Íslendingar lentu í riðli með Dönum, Svíum og Færeyingum og höfnuðu í fjórða sæti á mótinu.

Norðurlandamót

  • Ísland – Svíþjóð 16:18
  • Ísland – Færeyjar 27:17
  • Ísland – Danmörk 17:15