Handknattleiksárið 1977-78

Handknattleiksárið 1977-78 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1977 og lauk vorið 1978. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt á HM í Danmörku en stóð sig ekki sem skyldi.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, eftir 14:13 sigur á Víkingum í lokaleik mótsins. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Valur 20
  Víkingur 19
  Haukar 18
  ÍR 13
  FH 13
  Fram 12
  KR 12
  Ármann 5

Ármann féll niður um deild. KR missti niður sex marka forskot úr fyrri viðureign sinni gegn Fram og lenti því í umspili við næstefsta lið 2. deildar.

Markakóngur var Björn Jóhannesson, Ármanni, með 86 mörk.

Úrslitaleikir um 6. sæti

  • KR - Fram 14:18
  • Fram - KR 20:13

2. deild

breyta

Fylkismenn sigruðu í 2. deild og tóku sæti Ármenninga í 1. deild. HK hafnaði í öðru sæti, eftir úrslitaleiki við Þrótt og komst þar með í umspil. Á hinum endanum féll Grótta niður um deild, Leiknir og Þór Ak. mættust í aukaleikjum um 6. sætið, en tapliðið fór í umspil gegn næstefsta liði 3. deildar.

Félag Stig
  Fylkir 21
  HK 19
  Þróttur 19
  KA 15
  Stjarnan 15
  Leiknir 8
  Þór Ak. 8
  Grótta 7

Úrslitaleikir um 2. sæti

  • Þróttur - HK 21:22
  • HK - Þróttur 18:16

Úrslitaleikir um 6. sæti

  • Þór Ak. - Leiknir 21:24
  • Leiknir - Þór Ak. 21:16

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

  • KR - HK 22:15
  • HK - KR 29:20

KR-ingar töpuðu niður sjö marka forystu úr fyrri leiknum og misstu sæti sitt í 1. deild til HK, sem þjálfað var af Axel Axelssyni.

3. deild

breyta

Þór Vestmannaeyjum sigraði í 3. deild og tók sæti Gróttu í 2. deild. Breiðablik hafnaði í öðru sæti og komst í umspil gegn næstneðsta liði 2. deildar. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Þór Ve. 24
  Breiðablik 21
  Týr Ve. 19
  Afturelding 16
  ÍA 12
  Njarðvík 10
  ÍBK 10
Dalvík 4 +

+ Dalvík gaf fjóra síðustu leiki sína.

Úrslitaleikir um sæti í 2. deild

  • Breiðablik - Þór Ak. 18:19
  • Þór Ak. - Breiðablik 28:23

Bikarkeppni HSÍ

breyta

Víkingar sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn FH.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

  • FH - Haukar 23:22 (eftir framlengingu)
  • Valur - Víkingur 16:19

Úrslit

  • Víkingur - FH 25:20

Evrópukeppni

breyta

Evrópukeppni meistaraliða

breyta

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa

breyta

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

16-liða úrslit

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna, eftir úrslitaleiki gegn FH. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Fram 22
  FH 22
  Valur 20
  KR 11
  Þór Ak. 10
  Haukar 9
  Víkingur 9
  Ármann 9

Leika þurfti aukaleiki um toppsætið og til að ráða niðurröðum þriggja neðstu liðanna. Ármenningar mættu ekki með fullskipað lið til fyrsta leiks, liðinu var því vísað úr keppni og féll niður í 2. deild.

Úrslitaleikir um 1. sæti

  • FH - Fram 9:11
  • Fram - FH 9:9

Úrslitakeppni um 6. sæti

  • Haukar - Víkingur 11:9
  • Víkingur - Haukar 9:9
  • Ármenningum var vísað úr keppni.

Haukar héldu sæti sínu í deildinni. Víkingar fóru í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

2. deild

breyta

Breiðabliksstúlkur sigruðu í 2. deild og tóku sæti Ármenninga. Keflavíkurstúlkur höfnuðu í 2. sæti og léku í umspili við næstneðsta lið 1. deildar. Sjö lið hófu keppni, en KA dró sig til baka í miðju móti og voru úrslit þeirra ógilt. Leikin var tvöföld umferð.

Félag Stig
  Breiðablik 15
  ÍBK 14
  Þróttur R. 10
  Grindavík 9
  ÍR 7
  Njarðvík 5
  KA -

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

Bikarkeppni HSÍ

breyta

Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn FH. 14 lið tóku þátt.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslit

  • Fram - FH 13:11

Evrópukeppni

breyta

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið

breyta

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var HM í Danmörku snemma árs 1978. Liðið var í riðli með Sovétríkjunum , Danmörk og Spáni. Allir leikirnir töpuðust, þrátt fyrir miklar væntingar.

  • Ísland - Sovétríkin 18:22
  • Ísland - Danmörk 14:21
  • Ísland - Spánn 22:25