Handknattleiksárið 1982-83

Handknattleiksárið 1982-83 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1982 og lauk vorið 1983. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valsstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni í Hollandi.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Notast var við nýtt mótafyrirkomulag. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Sigurliðið í deildarkeppninni hlaut að launum sæti í Evrópukeppni félagsliða. Því næst fóru fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem leikin var fjórföld umferð og hófu öll liðin keppni án stiga. Fjögur neðstu liðin fóru í sérstaka keppni um fall með fjórfaldri umferð, en þau tóki með sér stigin sín úr aðalkeppninni.

Félag Stig
  FH 20
  KR 20
  Víkingur 19
  Stjarnan 17
  Valur 15
  Þróttur 12
  Fram 9
  ÍR 0
  • FH hlaut 1. sætið vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum gegn KR.

Úrslitakeppni

Félag Stig
  Víkingur 17
  KR 15
  FH 14
  Stjarnan 2

Fallkeppni

Félag Stig
  Valur 29
  Þróttur 27
  Fram 20
  ÍR 0
  • ÍR og Fram féllu í 2. deild.

2. deild

breyta

KA-menn urðu meistarar í 2. deild og fóru upp um deild ásamt Haukum. Notast var við sama keppnisfyrirkomulag og í 1. deild karla.

Félag Stig
  KA 21
  Haukar 18
  Breiðablik 16
  Grótta 16
  HK 13
  Þór Ve. 12
  Afturelding 9
  Ármann 7

Úrslitakeppni

Félag Stig
  KA 34+
  Haukar 33
  Breiðablik 31
  Grótta 21

+ Breiðablik notaði ólöglegan leikmann gegn KA og var KA því dæmdur sigur í leiknum, sem réði úrslitum í mótinu.

Fallkeppni

Félag Stig
  Þór Ve. 26
  HK 25
  Afturelding 21
  Ármann 17
  • Ármann og Afturelding féllu í 3. deild.

3. deild

breyta

Fylkir og Reynir S. færðust upp í 2. deild. Keppt var í níu liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Fylkir 28
  Reynir S. 25
  Þór Ak. 24
  ÍA 21
  Týr Ve. 19
  ÍBK 12
Dalvík 8
  Skallagrímur 6
Ögri 0

Bikarkeppni HSÍ

breyta

Víkingur sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn KR. Tuttugu lið tóku þátt í mótinu. 1. umferð

  • Breiðablik - Grótta 20:19
  • Ármann - HK 17:15
  • ÍA - Afturelding 24:29 (e. framlengingu)
  • Haukar - ÍR 30:24

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

  • Víkingur - KR 28:18

Evrópukeppni

breyta

Evrópukeppni meistaraliða

breyta

Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þeir féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.

1. umferð

  • Víkingur - Vestmanna (Færeyjum) 35:19 og 27:23

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa

breyta

KR-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð og féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.

  • KR - Zeleznikar (Júgóslavíu) 25:20 & 21:28
  • Báðir leikirnir fóru fram í Reykjavík.

Evrópukeppni félagsliða

breyta

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni félagsliða. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð og féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.

16-liða úrslit

  • Zarpozhje (Sovétríkjunum) 30:25 & 29:19
  • Báðir leikirnir fóru fram í Sovétríkjunum.

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Valur 24
  Fram 23
  FH 20
  ÍR 19
  KR 17
  Víkingur 9
  Haukar 4
  Þór Ak. 3

Lið Hauka og Þórs Akureyri féllu úr 1. deild.

2. deild

breyta

Akranes sigraði í 2. deild. Fylkir varð í 2. sæti og tóku liðin sæti Þórs Ak. og Hauka í 1. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  ÍA 27
  Fylkir 24
  ÍBK 21
  ÍBV 14
  Þróttur R. 10
  Stjarnan 10
  HK 4
  Selfoss 2

Bikarkeppni HSÍ

breyta

ÍR-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn.

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

Evrópukeppni

breyta

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Landslið

breyta

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á leikárinu var B-keppni í Hollandi. Tvö efstu liðin í hverjum forriðli fóru í úrslitakeppni um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum 1984, en liðin í neðri sætunum kepptu um að halda sæti sínu meðal B-þjóða.

Forriðill

  • Ísland – Spánn 16:23
  • Ísland – Sviss 19:15
  • Ísland – Belgía 23:20
  • Ísland, Sviss og Spánn urðu jöfn að stigum, en Ísland sat eftir vegna lökustu stöðu í innbyrðisviðureignum.

Úrslitaleikir um sæti

Íslenska liðið hafnaði í sjöunda sæti.