Handknattleiksárið 1980-81
Handknattleiksárið 1980-81 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1980 og lauk vorið 1981. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og FH-stúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni í Frakklandi og hafnaði í áttunda sæti.
Karlaflokkur
breyta1. deild
breytaVíkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, gerðu eitt jafntefli og töpuðu ekki leik. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Sigurður Sveinsson, Þrótti, varð markakóngur með 106 mörk.
Félag | Stig |
---|---|
Víkingur | 27 |
Þróttur | 20 |
Valur | 15 |
FH | 12 |
KR | 11 |
Fram | 11 |
Haukar | 11 |
Fylkir | 5 |
Fylkir hafnaði í neðsta sæti og féll niður í 2. deild. Haukar, Fram og KR fóru í þriggja liða keppni með tvöfaldri umferð um hvert þeirra fylgdi Fylkismönnum niður.
Félag | Stig |
---|---|
KR | 5 |
Fram | 4 |
Haukar | 3 |
2. deild
breytaKA sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn HK. Þjálfari KA var Bigir Björnsson. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
KA | 18 |
HK | 18 |
Breiðablik | 17 |
Afturelding | 16 |
ÍR | 16 |
Týr Ve. | 14 |
Ármann | 10 |
Þór Ak. | 3 |
Ármann og Þór Akureyri féllu niður í 3. deild.
Úrslitaleikur
- KA - HK 22:12
3. deild
breytaStjarnan sigraði í 3. deild og fór upp í 2. deild ásamt Þór Ve. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
Stjarnan | 22 |
Þór Ve. | 17 |
Grótta | 16 |
ÍA | 15 |
ÍBK | 16 |
Óðinn | 4 |
Reynir S. | 0 |
Bikarkeppni HSÍ
breytaÞróttur sigraði í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir úrslitaleik gegn Víkingi. 21 lið tók þátt í keppninni.
1. umferð
- Fylkir - ÍR 24:19
- Þór Ve. - KR 16:18
- ÍA - Grótta 25:18
- Valur - FH 27:25 (e. framlengingu)
- Stjarnan - Þór Ak.
16-liða úrslit
- ÍA - Valur
- Týr Ve. - Fylkir 13:21
- ÍBK - Þróttur 21:28
- KA - Víkingur 18:26
- Afturelding - Ármann 19:18
- Stjarnan - KR 18:30
- HK - Haukar 22:18
- Fram - Breiðablik 28:23
8-liða úrslit
- Fram - Valur 26:24
- HK - KR 17:15
- Víkingur - Fylkir 28:17
- Afturelding - Þróttur 16:22
Undanúrslit
Úrslitaleikur
- Þróttur - Víkingur 21:20
IHF-forkeppni
breytaEvrópska handknattleikssambandið ákvað að bæta við þriðju félagsliðakeppninni í karlaflokki, IHF-bikarnum eða Evrópukeppni félagsliða. Skyldi hún hefjast á leiktíðinni 1981-82. Í stað þess að úthluta sætinu til liðsins sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild, líkt og flestar aðrar þjóðir, ákvað HSÍ að bjóða öllum liðunum í 1. deildarkeppninni að taka þátt í sérstakri keppni að loknu Íslandsmóti. Þróttarar neituðu að taka þátt, en hin liðin sjö léku einfalda umferð í móti sem tók rétt rúma viku.
Félag | Stig |
---|---|
FH | 12 |
Víkingur | 9 |
KR | 9 |
Haukar | 7 |
Valur | 5 |
Fram | 2 |
Fylkir | 0 |
FH sigraði á fullu húsi stiga og öðlaðist því þátttökurétt í fyrsta IHF-bikarnum. Ef úthlutun Evrópusæta hefði verið með sama hætti hér og erlendis, hefði sætið komið í hlut Valsmanna.
Evrópukeppni
breytaEvrópukeppni meistaraliða
breytaVíkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit.
1. umferð
- Víkingar sátu hjá.
16-liða úrslit
- Víkingur - Tatabanya (Ungverjalandi) 21:20
- Tatabanya - Víkingur 23:22
- Víkingar komust áfram á fleiri mörkum á útivelli
8-liða úrslit
- Víkingur - Lugi (Svíþjóð) 16:17
- Lugi - Víkingur 17:17
Evrópukeppni bikarhafa
breytaHaukar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit. Þar féllu þeir úr keppni fyrir vestur-þýska liðinu Nettelstedt, sem varð að lokum Evrópumeistari.
1. umferð
- Kyndil (Færeyjum) - Haukar 15:30
- Kyndil - Haukar 19:23
16-liða úrslit
- Haukar - Nettelstedt (Vestur-Þýskalandi) 18:21
- Nettelstedt - Haukar 17:12
Kvennaflokkur
breyta1. deild
breytaFH sigraði í 1. deild kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
FH | 25 |
Valur | 21 |
Fram | 10 |
Víkingur | 14 |
KR | 14 |
ÍA | 12 |
Haukar | 7 |
Þór Ak. | 0 |
Lið Hauka og Þórs Akureyri féllu úr 1. deild.
2. deild
breytaÍR sigraði í 2. deild eftir sigur á Þrótti í úrslitaleik. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Ellefu lið kepptu í tveimur riðlum.
A-riðill
- ÍR sigraði í A-riðli, hlaut 20 stig. Stjarnan hafnaði í öðru sæti með 14 stig. Önnur lið í riðlinum voru Fylkir, ÍBK, Njarðvík og Afturelding.
B-riðill
- Þróttur sigraði í B-riðli, hlaut 15 stig. Ármann hafnaði í öðru sæti með 13 stig. Önnur lið í riðlinum voru Breiðablik, ÍBV og HK.
Úrslitaleikur
- ÍR - Þróttur 20:12
Bikarkeppni HSÍ
breytaFH-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik gegn Víkingi.
1. umferð
8-liða úrslit
- Haukar – Víkingur
- ÍR – Fram
- KR – Breiðablik / Valur
- Þróttur - FH
Undanúrslit
Úrslit
- FH - Víkingur 22:13
Evrópukeppni
breytaEkkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
Landslið
breytaStærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Frakklandi snemma árs 1981. Markmið íslenska liðsins var að hafna í einu af fimm efstu sætunum og komast þannig á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1982. Árangur íslenska liðsins olli miklum vonbrigðum.
Riðlakeppni
- Ísland - Austurríki 27:13
- Ísland - Holland 23:17
- Ísland - Svíþjóð 15:16
- Ísland - Frakkland 15:23
- Ísland - Pólland 16:25
Leikur um 7. sæti
- Ísland - Ísrael 19:25