Handknattleiksárið 1985-86

Handknattleiksárið 1985-86 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1985 og lauk vorið 1986. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki.

Karlaflokkur breyta

1. deild breyta

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Mótinu lauk um miðjan janúar vegna þátttöku landsliðsins á HM.

Félag Stig
  Víkingur 24
  Valur 21
  Stjarnan 19
  KA 15
  FH 14
  Fram 11
  KR 8
  Þróttur 0

Egill Jóhannesson, Fram, varð markakóngur með 100 mörk. KR og Þróttur höfnuðu í tveimur neðstu sætunum, en þar sem ákveðið var að fjölga um tvö lið í fyrstu deild var efnt til keppni tveggja neðstu liðanna úr 1. deild og liðanna í 3. og 4. sæti í 2. deild. Leikin var tvöföld umferð í fjögurra liða deild.

Félag Stig
  Haukar 8
  KR 8
  HK 6
  Þróttur 2

2. deild breyta

Breiðablik varð meistari í 2. deild og fór upp í 1. deild ásamt Ármanni. Vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í 1. deild fóru liðin í 3. og 4. sæti í úrslitakeppni um laus sæti og ljóst að ekkert lið myndi falla niður úr deildinni. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Breiðablik 22
  Ármann 20
  HK 17
  Haukar 16
  ÍR 15
  Afturelding 11
  Þór Ve. 9
  Grótta 1

Ekkert lið féll úr 2. deild.

3. deild breyta

ÍBK sigraði í 3. deild. Í öðru sæti var Týr Ve.. Þrettán lið kepptu í 3. deild og léku þau tvöfalda umferð. Vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í 1. og 2. deild varð snemma talið ljóst að liðin í 3. og 4. sæti kæmust upp um deild, þótt ekki væri formlega gengið rá því fyrr en á ársþingi HSÍ að móti loknu.

Þór Ve. og Týr Ve. ákváðu að senda sameiginlegt lið til keppni handknattleiksárið 1986-87 undir merkjum ÍBV. Liðið í 5. sæti í 3. deild, Reynir Sandgerði, hlaut því sæti í 2. deild.

Knattspyrnufélagið Þróttur, sem féll í 2. deild, lagði niður meistaraflokk sinn að tímabilinu loknu. Þess í stað hlutu Fylkismenn sæti í 2. deild, en þeir höfnuðu í 6. sæti í 3.deild.

Félag Stig
ÍBK 42
Týr Ve. 39
ÍA 34
Þór Ak. 33
Reynir S. 31
Fylkir 29
Selfoss 24
Völsungur 21
Hveragerði 20
Njarðvík 19
ÍH 14
Skallagrímur 7
Ögri 0

Bikarkeppni HSÍ breyta

Víkingur sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni. 29 lið voru skráð til keppni.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

  • Víkingur - FH 23:21
  • Stjarnan - Ármann 22:11

Úrslitaleikur

Evrópukeppni breyta

Evrópukeppni meistaraliða breyta

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Liðið sat hjá í 1. umferð og hóf keppni í 16-liða úrslitum þar sem það féll út.

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa breyta

Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið sat hjá í 1. umferð en féll úr leik í næstu umferð.

16-liða úrslit

  • Víkingur - GT Teka Santander Spánn 21:22
  • GT Teka Santander - Víkingur 20:18

Evrópukeppni félagsliða breyta

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni félagsliða.

1. umferð

  • Kolbotn Noregur - Valur 18:20 & 22:20

(báðir leikir fóru fram ytra, seinni leikurinn taldist þó útileikur Vals sem komst áfram)

16-liða úrslit

Kvennaflokkur breyta

1. deild breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna á fullu húsi stiga. Keppa átti í átta liða deild, en lið Þórs Ak. dró sig úr keppni og fengust önnur lið ekki til að taka sætið. Var því leikin tvöföld umferð í sjö liða deild.

Félag Stig
  Fram 24
  Stjarnan 16
  FH 16
  Valur 11
  Víkingur 8
  KR 7
  Haukar 2

Haukar féllu niður um deild.

2. deild breyta

ÍBV sigraði í 2. deild og tryggði sér sæti í 1. deild ásamt Ármanni. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  ÍBV 18
  Ármann 13
  Þróttur R. 11
  ÍBK 10
  Afturelding 8
  HK 0

Bikarkeppni HSÍ breyta

Fram sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni. Níu lið tóku þátt í keppninni.


8-liða úrslit

Undanúrslit

  • Fram - KR 26:20
  • Stjarnan - Valur 30:27

Úrslitaleikur

Evrópukeppni breyta

Evrópukeppni bikarhafa breyta

Valsstúlkur kepptu í Evrópukeppni bikarhafa.

1. umferð

  • Elkerlic Tongeren (Belgíu) - Valur 15:18
  • Valur - Elkerlic Tongeren 18:18

2. umferð

  • Valsstúlkur drógust gegn danska liðinu Rødovre í 2. umferð en drógu sig úr keppni.