Handknattleiksárið 1976-77

Handknattleiksárið 1976-77 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1976 og lauk vorið 1977. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í b-keppni í Austurríki.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Þjálfari Vals var Hilmar Björnsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Valur 24
  Víkingur 22
  FH 18
  Haukar 17
  ÍR 12
  Fram 10
  Þróttur 8
  Grótta 1

Grótta féll niður um deild. Þróttur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

Markakóngur var Hörður Sigmarsson, Haukum, með 111 mörk. Björgvin Björgvinsson, Víkingi, var valinn leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum.

2. deild

breyta

Ármenningar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu. KR hafnaði í öðru sæti og komst í umspil. Á hinum endanum féll Keflavík niður um deild en Leiknir fór í umspil. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Ármann 25
  KR 22
  KA 20
  Þór Ak. 14
  Fylkir 13
  Stjarnan 12
  Leiknir R. 6
  Keflavík 0

KR og Þróttur léku tvo umspilsleiki um sæti í 1. deild og sigraði KR í þeim báðum, 15:14.

3. deild

breyta

HK sigraði í 3. deild og tók sæti Keflvíkinga í 2. deild. Axel Axelsson var þjálfari HK. Keppt var í tveimur riðlum með tvöfaldri umferð. HK sigraði í suðurriðli en Dalvíkingar í Norðurriðli.

Suðurriðill:

Félag Stig
  HK 19
  Afturelding 18
  Þór Ve. 12
  ÍA 12
  Breiðablik 9
  Týr Ve. 8
  Njarðvík 6

Norðurriðill:

Fjögur lið kepptu í norðurriðli. Dalvík fór með sigur af hólmi.

Úrslitaleikur: HK – Dalvík 24:21

Dalvík og Leiknir mættust í umspilsleik um sæti í 2. deild og sigruðu Leiknismenn 26:21.

Bikarkeppni HSÍ

breyta

FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni þriðja árið í röð eftir úrslitaleik gegn Þrótti.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

  • FH - KA 26:25
  • ÍR – Þróttur 23:26
  • Fram - KR 23:20
  • Haukar - Valur 25:27

Undanúrslit

Úrslit

Evrópukeppni

breyta

Evrópukeppni meistaraliða

breyta

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

  • FH - Vestmanna ÍF (Færeyjum) 28:13 og 25:20

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa

breyta

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

  • Valur - HC Red Boys Differdange (Lúxemborg) 25:11 og 29:12

16-liða úrslit

  • Valur - WKS Slask Wroclaw (Póllandi) 20:22 og 18-22

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Fram og Valur mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni, en honum lauk með stórsigri Fram, 13:5.

Félag Stig
  Fram 26
  Valur 25
  Þór Ak. 14
  FH 17
  Ármann 9
  KR 8
  Víkingur 6
  Breiðablik 3

Breiðablik féll niður um deild. Víkingur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, var valin handknatleiksstúlka ársins.

2. deild

breyta

Haukar sigruðu í 2. deild. Grindvík hafnaði í öðru sæti og fór í umspil um sæti í 1. deild. Átta lið tóku þátt, fimm í A-riðli og þrjú í B-riðli. Leikin var tvöföld umferð.

A-riðill:

  • Haukar sigruðu í a-riðli, unnu alla átta leiki sína. Önnur lið í riðlinum voru KA, ÍR, Þróttur og ÍBK.

B-riðill:

Félag Stig
  Grindavík 8
  Fylkir 3
Dalvík 1

Úrslitaleikur:

  • Haukar - Grindavík 20:9

Umspilsleikur um sæti í 1. deild:

  • Víkingur - Grindvík 19:9

Bikarkeppni HSÍ

breyta

KR-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir tvo úrslitaleiki gegn Ármanni.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslit

  • KR - Ármann 9:9

Annar úrslitaleikur

Evrópukeppni

breyta

Evrópukeppni meistaraliða

breyta

Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þær sátu hjá í fyrstu umferð en féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.

16-liða úrslit

  • Fram - Radnici Belgrað, Júgóslavíu 10:22
  • Radnici Belgrað - Fram 26:6

Landslið

breyta

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Austurríki. Íslenska liðið komst upp úr forriðli, hafnaði í öðru sæti í milliriðli og lék að lokum um bronsverðlaunin. Sex efstu liðin tryggðu sér sæti á HM í Danmörku sem haldin var 1978.

Forriðill

Milliriðill

Leikur um 3. sæti