Pétur Magnússon

Pétur Magnússon (fæddur á Gilsbakka í Hvítársíðu 10. janúar 1888, látinn 26. júní 1948) var íslenskur stjórnmálamaður og lögmaður.

Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1911 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1915. Hann varð yfirréttarmálaflutningsmaður sama ár og hæstaréttarlögmaður árið 1922. Þar að auki var hann málaflutningsmaður í Reykjavík á árunum 1915 til 1941 og aftur árið 1947. Hann var einnig starfsmaður við Landsbanka Íslands árin 1915 til 1920. Pétur var bankastjóri Búnaðarbankans árin 1930 til 1937 og bankastjóri Landsbankans 1941 til 1945. Hann var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins frá 1930-1937 og 1942-1948. Þann 21. október 1944 var hann skipaður fjármála-, viðskiptamála- og landbúnaðarráðherra. Hann fékk lausn frá því þann 10. október 1946, en gegndi embættinu til 4. febr. 1947. Hann varð bankastjóri Landsbankans á ný á árunum 1947 til 1948.

Pétur var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922 til 1928 og forseti bæjarstjórnar 1924 til 1926. Hann var framkvæmdastjóri Ræktunarsjóðs 1924 til 1929 og formaður Málflutningsmannafélags Íslands 1926—1930.


Fyrirrennari:
Björn Ólafsson
Fjármálaráðherra
(21. október 19444. febrúar 1947)
Eftirmaður:
Jóhann Þ. Jósefsson
Fyrirrennari:
Magnús Guðmundsson
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(desember 193726. júní 1948)
Eftirmaður:
Bjarni Benediktsson


TenglarBreyta